Borgarleikhúsið

Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Þórunn Arna Kristjánsdóttir útskrifaðist frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006 og fjórum árum síðar lauk hún BFA gráðu frá leiklistardeild sama skóla. Frá útskrift hefur Þórunn unnið bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Meðal nýlegra verkefna hennar má nefna Fyrrverandi, Macbeth og Fúsa. Hún hefur einnig leikstýrt (Ofurhetjumúsinni, Emil í Kattholti og Fíasól gefst aldrei upp) sem og skrifað leikgerðir. Þórunn hefur hlotið tilnefningar til Grímunnar bæði fyrir leik og söng. 

Þórunn Arna Kristjánsdóttir