Ingunn Snædal er skáldkona og þýðandi. Hún útskrifaðist með kennsluréttindi frá KÍ 1996 og úr Íslenskum fræðum við Háskóla Íslands 2008. Ingunn hefur þýtt yfir hundrað skáldsögur og leikrit úr ensku, dönsku, norsku og sænsku og einnig starfað sem prófarkalesari og ritstjóri fyrir ýmsar bókaútgáfur og stofnanir. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenninga fyrir ljóðabækur sínar og má þar nefna Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, Fjöruverðlaunin og tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Af nýlegum verkefnum hennar hjá Borgarleikhúsinu má nefna Teprurnar.

Hilmir Snær Guðnason útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1994 og hefur síðan leikið fjöldamörg hlutverk á flestum sviðum landsins auk þess að eiga að baki farsælan feril í kvikmyndum og sjónvarpi. Hilmir hefur síðustu ár starfað jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri og leikstýrði síðast Teprunum í Borgarleikhúsinu auk þess sem hann fór með hlutverk í Mátulegum og Lúnu. Hilmir hefur hlotið fjöldamörg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín svo sem Grímuna, Edduna, Menningarverðlaun DV og Stefaníustjakann.

Börkur Jónsson útskrifaðist úr Skúlptúrdeild MHÍ 1999 og lauk MA gráðu í myndlist frá Listaakademíunni í Helsinki árið 2002. Hann hefur starfað í leikhúsi, kvikmyndum og auglýsingum, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Hann hefur unnið með Vesturporti frá stofnun þess og hannað fjölda leikmynda fyrir leikhópinn. Meðal nýlegra leikmynda Barkar fyrir Borgarleikhúsið má nefna Vanja frænda, Ég hleyp, Lúnu og Elly. Hann hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín, bæði hérlendis og erlendis.

Gunnar Hildimar Halldórsson hefur starfað sem ljósatæknimaður og hönnuður frá árinu 2011. Hann vann í Hörpu Tónlistarhúsi og sinnti þar lýsingarhönnun á fjölbreyttum viðburðum frá óperuuppfærslum til Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar. Hann hefur einnig starfað sjálfstætt m.a. á Aldrei fór ég suður hátíðinni, fyrir Íslenska dansflokkinn, Fjallabræður ofl. Hann hóf störf hjá Borgarleikhúsinu árið 2022 og meðal sýninga sem hann hefur hannað lýsingu fyrir eru Deleríumbúbónis og Fúsi – aldur og fyrri störf.

Guðbjörg Ívarsdóttir lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1983. Guðbjörg var fastráðin við leikgervadeild Borgarleikhússins árið 2013 og hefur síðan þá komið að flestum sýningum hússins. Af nýlegum verkefnum hennar í Borgarleikhúsinu má nefna Svartþröst, Deleríumbúbónis og Tepurnar.

Urður Hákonardóttir er tónlistarkona og búningahönnuður og hefur komið víða við á löngum og farsælum ferli. Hún var lengi meðlimur hljómsveitarinnar Gusgus en hefur einnig gefið út tónlist undir eigin nafni og samið tónverk fyrir bæði kvikmyndir og dansverk. Hún hefur starfað við búningagerð og hönnun í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Meðal nýlegra sýninga sem Urður hefur komið að í Borgarleikhúsinu má nefna Lúnu en þar var hún aðstoðarhönnuður búninga og Óskaland. Hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir búningana í Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu.

Þorbjörn Steingrímsson lauk hljóðtækninámi á vegum Tækniskólans og Stúdíó Sýrlands árið 2016. Hann hóf störf sem hljóðmaður í Borgarleikhúsinu 2017 og var fastráðinn við hljóðdeild leikhússins árið 2019. Meðal nýlegra sýninga á sem Þorbjörn hefur unnið hljóðmynd fyrir eru Macbeth, Deleríumbúbónis, X, og Fíasól gefst aldrei upp.

Leikarar:

Nanna: Sigrún Edda Björnsdóttir

Villi: Eggert Þorleifsson

Baldur: Vilhelm Neto

Benni: Jörundur Ragnarsson

Júlía: Esther Talía Casey

Karla: Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Tommi: Fannar Arnarsson

Rödd nágranna: Maríanna Clara Lúthersdóttir

Höfundur: BessWohl

Þýðing: Ingunn Snædal

Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason

Leikmynd: Börkur Jónsson

Búningar: Urður Hákonardóttir

Tónlist: Moses Hightower

Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir

Sýningarstjórn: Pála Kristjánsdóttir

Hljóðmenn:

Bjarni Antonsson og Snorri Beck Magnússon

Keyrslumenn:

Kristinn Snær Sigurðsson, Magnús Thorlacius og Jón Heiðar Þorkelsson

Sviðsmenn:

Máni Þorgilsson, Haukur Hildarsson og Laufey Haraldsdóttir

Leikmunaverðir:

Fanney Sizemore, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir og Sólrún María Jóhannsdóttir

Leikmyndagerð:

Alexander Hugo Gunnarsson

Finnur G. Olguson

Halldór Sturluson

Helgi Þórsson

Hrafnkell Tumi Georgsson

Silja Jónsdóttir

Unnur Sif Geirdal

Viðar Jónsson

Aðstoð við búningagerð:

Geirþrúður Einarsdóttir

Starfsnemi í búningadeild:

Sonja Nyrja

Leikgervi:

Elsa Þuríður Þórisdóttir

Guðbjörg Ívarsdóttir

Hera Hlín Svavarsdóttir

Hulda Finnsdóttir

Íris Bergsdóttir

Íris Lorange Káradóttir

Katrín Erla Friðriksdóttir

Kristín Elísabet Kristínardóttir

Sara Friðgeirsdóttir

Sigurveig Grétarsdóttir

Snædís Birta Ásgeirsdóttir

Valgerður Ingólfsdóttir

Myndatökur fyrir plaköt: Hörður Sveinsson

Óskaland er 719. frumsýning Leikfélags Reykjavíkur

Frumsýning 11. október á Nýja sviði Borgarleikhússins

Sýningartími er tvær og hálf klukkustund.

Eitt hlé

Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna

Sérstakar þakkir:

Garminbúðin

Leikskrá

Ritstjórn: Maríanna Clara Lúthersdóttir
Útgefandi: Leikfélag Reykjavíkur
Leikhússtjóri: Brynhildur Guðjónsdóttir
Ljósmyndun: Íris Dögg Einarsdóttir

Heim

Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

jafnlaunavottun 2023-2026

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum.

568 8000

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo