Borgarleikhúsið

Kortatilboðum lýkur 1. október

Við bjóðum upp á nýjar leiðir í áskriftarkortum – Leikhúskort eða Lúxuskort. Þú velur sýningar í kortið þitt og afslátturinn ákvarðast af því hversu margar sýningar þú velur. Athugið að afsláttartilboðum á áskriftarkortum lýkur 1. október.

Nánar

Sýningar hefjast 7. september

Matthildur

Galdrarnir ná nýjum hæðum á Stóra sviðinu

Matthildur er nýr söngleikur sem byggir á hinni rómuðu skáldsögu Roalds Dahl. Litla stúlkan Matthildur er óvenjulega gáfuð, tilfinninganæm og bókelsk og líklega þess vegna með sérlega ríkt ímyndunarafl.

Nánar

Sýningar hefjast 23. október

Ríkharður III

Ríkharður III
Ríkharður III

Þá skal ég verða verstur allra þrjóta.

Ríkharður III er eitt af fyrstu leikritum Shakespeares og var frumflutt fyrir meira en fjögur hundruð árum. Samt hefur það ekki á nokkurn hátt misst gildi sitt, síst af öllu núna þegar siðmenning og mannúð eiga undir högg að sækja.

Nánar


Nýjustu fréttir

20. september 2019 : Baggalútur gerði lag fyrir Sex í sveit

Hér að neðan er myndband við lagið Upp í bústað sem er nýtt lag með Baggalúti. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í gær en Bragi Valdimar Skúlason samdi lagið fyrir gamanleikinn Sex í sveit. Um er að ræða einn vinsælasta gamanleik sem settur hefur verið upp í Borgarleikhúsinu en hefur nú tímastilltur og uppfærður.

18. september 2019 : Málþing um Jóhann Sigurjónsson

Leikfélag Reykjavíkur heldur málþing um Jóhann Sigurjónsson í tilefni af 100 ára dánardægri hans verður haldið í Borgarleikhúsinu laugardaginn 12. október kl. 11. Jóhann var eitt af okkar fyrstu „alvöru“ leikskáldum.

17. september 2019 : Samlestur á Eitri

Æfingar eru hafnar á leikritinu Eitur sem verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins laugardaginn 2. nóvember. Leikarar eru þau Nína Dögg Filippusdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir.

Fleiri fréttir


Borgar­leikhús­blaðið 2019-2020

Kynntu þér dagskrána á nýju leikári Borgarleikhúsblaðinu. Blaðið er stútfullt af áhugaverðum upplýsingum um sýningarnar, leikarana og starfið í kringum leikhúsið.

Skoða blaðið

Gjafakort Borgarleikhússins

Gjafakort Borgarleikhússins er ávísun á einstakt kvöld sem aldrei gleymist. Gjafakortin eru tilvalin gjöf við hvers konar tilefni og koma í fallegum umbúðum. 

KAUPa gjafakort


Fylgstu með