Nýjustu fréttir
Elly smørrebrød sérvalið af Katrínu Halldóru
Í tilefni þess að hin margrómaða sýning Elly snýr aftur á svið eftir fimm ára hlé hefur Katrín Halldóra, í samstarfi við matreiðslumeistara Jómfrúarinnar, sérvalið nýjan rétt á matseðil leikhúsbarsins. Elly smurbrauðið er innblásið af hinni töfrandi Elly sem Katrín Halldóra túlkar í sýningunni.
Fíasól gefst aldrei - sýningar hefjast aftur á barnasýningu ársins
Hin vinsæla fjölskyldusýning Fíasól gefst aldrei upp, sem gekk fyrir fullu húsi á síðasta leikári, snýr aftur á svið 8. september. Sýningin hlaut fjórar tilnefningar til Grímunnar og fern verðlaun á Sögum, verðlaunahátíð barnanna, þar á meðal fyrir Barnasýningu ársins.
Brúðkaup Fígarós
Leikárið 2024-2025
Komdu í áskrift af töfrum!
Panta veitingarVeitingar í samstarfi við Jómfrúna
Glæsilegur leikhúsbar er í forsal leikhússins og er hann opinn fyrir og eftir sýningar. Hlökkum til að taka á móti þér!
Þetta er Laddi
Hinn óborganlegi Laddi mætir í Borgarleikhúsið
Hver er Laddi? Og hvaðan kemur húmorinn sem hefur verið samofinn húmor heillar þjóðar í bráðum hálfa öld? Í þessari sýningu verður skyggnst inn í kollinn á Ladda, uppruni gamalkunnra persóna kannaður, þróun íslensks gríns sett undir smásjá og lyklar að manninum sjálfum á bak við grínið dregnir fram – en fyrst og fremst verður hlegið – og þakkað fyrir alla gleðina. Óborganleg sýning um óborganlegan mann sem fyrir löngu er orðinn þjóðargersemi og almannaeign.
NánarVefverslunin
Alls kyns varningur
Nú er auðvelt að næla sér í varning tengdan sýningum, leikskrár eða leikrit úr útgáfu leikhússins. Vefverslun Borgarleikhússins hefur litið dagsins ljós! Þar má finna alls kyns varning sem stækkar leikhúsupplifunina. Úrvalið eykst í vetur.
Nánar