Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið

Nýjustu fréttir

1. október 2024 : Börn boða til blaðamannafundar 2. október!

Hér kemur áríðandi tilkynning og áríðandi tilfinning!! Börn boða til blaðamannafundar!

Í apríl stóð Borgarleikhúsið fyrir Krakkaþingi þar sem 70 börn og unglingar á aldrinum 9–15 ára með brennandi áhuga á leikhúsi hittust og ræddu málin. Niðurstaða þeirrar vinnu var afgerandi: Leikhús breytir lífum!

Miðvikudaginn 2. október verða niðurstöður frá þinginu kynntar í forsal Borgarleikhússins.

30. september 2024 : Elly - síðdegissýningar komnar í sölu!

Vegna mikillar eftirspurnar verður boðið upp á síðsegissýningar á Elly á völdum dagsetningum í nóvember og desember. 

Hægt er að nálgast miða með því að smella hér og með því að hafa samband við miðasölu. 

27. september 2024 : Hallgrímur Helgason í Borgarleikhúsið

Hallgrímur Helgason er kunnur sögumaður og hefur haldið gríðarlega vinsæl námskeið þar sem hann opnar bækur sínar um fólkið á Segulfirði upp á gátt fyrir lesendum sínum. Nú býður hann gestum til sætis á Litla sviði Borgarleikhússins þar sem hann mun rekja frásögnina í gegnum skáldsögurnar Sextíu kíló af sólskini, Sextíu kíló af kjaftshöggum og þriðju bókinni Sextíu kíló af sunnudögum sem kemur út nú í haust. 

Fleiri fréttir



Komdu í áskrift af töfrum!

Panta veitingar

Veitingar í samstarfi við Jómfrúna

Glæsilegur leikhúsbar er í forsal leikhússins og er hann opinn fyrir og eftir sýningar. Hlökkum til að taka á móti þér!

Þetta er Laddi

Hinn óborganlegi Laddi mætir í Borgarleikhúsið

Hver er Laddi? Og hvaðan kemur húmorinn sem hefur verið samofinn húmor heillar þjóðar í bráðum hálfa öld? Í þessari sýningu verður skyggnst inn í kollinn á Ladda, uppruni gamalkunnra persóna kannaður, þróun íslensks gríns sett undir smásjá og lyklar að manninum sjálfum á bak við grínið dregnir fram – en fyrst og fremst verður hlegið – og þakkað fyrir alla gleðina. Óborganleg sýning um óborganlegan mann sem fyrir löngu er orðinn þjóðargersemi og almannaeign.

Nánar

Vefverslunin

Alls kyns varningur

Nú er auðvelt að næla sér í varning tengdan sýningum, leikskrár eða leikrit úr útgáfu leikhússins. Vefverslun Borgarleikhússins hefur litið dagsins ljós! Þar má finna alls kyns varning sem stækkar leikhúsupplifunina. Úrvalið eykst í vetur.

Nánar

Póstlisti Borgarleikhússins

Skráðu þig hér til að heyra reglulega frá okkur um sýningar, tilboð, og aðra leikhústöfra.