Borgarleikhúsið

Sýningum lýkur 7. mars

Hjónakornin Benedikt og Þórunn skella sér í bústaðinn í Eyjafirði en hvort með sitt leyndarmálið í farteskinu. 

Nánar

Leikhúsbarinn

Kynntu þér spennandi matseðil Leikhúsbarsins. Húsið opnar með Happy Hour frá 18:00 til 19:00 öll sýningarkvöld. Hægt er að panta veitingar bæði fyrir sýningu og í hléi.

Matseðill

Gjafakort Borgarleikhússins

Gjafakort Borgarleikhússins er ávísun á einstakt kvöld sem aldrei gleymist. Gjafakortin eru tilvalin gjöf við hvers konar tilefni og koma í fallegum umbúðum. 

KAUPa gjafakortNýjustu fréttir

27. febrúar 2020 : Brynhildur leikstýrir Makbeð

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri, mun leikstýra einu þekktasta leikriti Shakespeares Makbeð sem áætlað er að frumsýna á Stóra sviðinu haustið 2021. Brynhildur vann Grímuverðlaunin sem leikstjóri ársins árið 2019 fyrir Shakespeare leikritið Ríkharður III sem sló rækilega í gegn í fyrra.

21. febrúar 2020 : Söngleikurinn Gosi frumsýndur á sunnudaginn

Glænýr söngleikur um ævintýri spýtustráksins Gosa verður frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins á sunnudaginn, 23. febrúar. Um er að ræða nýja leikgerð sem var unnin úr upprunalegri sögu Carlo Collodi af Ágústu Skúladóttur, leikstjóra, Karli Ágústi Úlfssyni sem samdi texti við lögin í sýningunni og leikhópnum.

19. febrúar 2020 : Helgi Þór rofnar í Chicago

Leikritið Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem nú er í sýningu á Nýja sviði Borgarleikhússins, verður leiklesið fyrir áhorfendur á hátíðinni Nordic Spirit Festival í Chicago í næstu viku. Á hátíðinni verða lesin nokkur ný verk eftir höfunda frá Skandinavíu þar á meðal nýjasta verkið hans Jonas Khemiri, þess sem skrifaði Um það bil.

Fleiri fréttir


Fylgstu með