Borgarleikhúsið

Síðasta uppklappið

Elly heldur áfram að heilla landsmenn og snýr aftur í takmarkaðan tíma ásamt hljómsveit. Enn gefst tækifæri til að hrífast með söng og sögu þessarar einstöku söngkonu sem heillaði karlmenn en gerði konur afbrýðisamar auk þess að ganga þrisvar í hjónaband, drekka snákablóð og smygla forboðnum apa til Íslands.

Nánar


Nýjustu fréttir

11. desember 2018 : Nýtt lag úr stórsýningunni Matthildi - Er ég verð stór

Hér má hlýða á fyrsta tóndæmið þar sem lag úr stórsýningunni Matthildi verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 15. mars nk. Um er að ræða söngleik byggðan á sögu Roald Dahl sem hefur slegið í gegn í Bretlandi og Bandaríkjunum.

3. desember 2018 : Bein útsending frá Samtali á Klaustri

Leikhópur Borgarleikhússins mun leiklesa valda hluta úr samtali þingmanna sem var tekið upp á veitingastaðnum Klaustrinu fyrir stuttu og hefur innihald þess vakið gríðarlega athygli. Hægt er að horfa á það hér að neðan.

30. nóvember 2018 : Samtalið á Klaustri leiklesið í Borgarleikhúsinu

Mánudaginn 3. desember kl. 20:30 mun leikhópur Borgarleikhússins leiklesa hluta úr samtali þingmanna á veitingastaðnum Klaustri. Eins og flestir vita var samtal þeirra tekið upp og hafa fjölmiðlar birt innihald þess síðustu tvo daga. 

Fleiri fréttir


Borgar­leikhús­blaðið
2018-2019

Kynntu þér dagskrána á nýju leikári Borgarleikhúsblaðinu. Blaðið er stútfullt af áhugaverðum upplýsingum um sýningarnar, leikarana og starfið í kringum leikhúsið.

Skoða blaðið

Gjafakort Borgarleikhússins

Gjafakort Borgarleikhússins er ávísun á einstakt kvöld sem aldrei gleymist. Gjafakortin eru tilvalin gjöf við hvers konar tilefni og koma í fallegum umbúðum. 

KAUPa gjafakort


Fylgstu með