Vefverslunin
Alls kyns varningur
Nú er auðvelt að næla sér í húfuna hans Emils, Kattholtshúsið, leikskrár eða leikrit úr útgáfu leikhússins. Vefverslun Borgarleikhússins hefur litið dagsins ljós! Þar má finna alls kyns varning sem stækkar leikhúsupplifunina.
NánarLeikárið 2022-2023
Nýjustu fréttir
Alþjóðlegi leiklistardagurinn í dag
Ávarp Ólafs Egils Egilssonar leikara og leikstjóra og egypsku leikkonunnar Samiha Ayoub í tilefni alþjóðlega leiklistardagsins 27. mars 2023.
Emil í Kattholti - síðustu sýningar í vor!
Emil í Kattholti sem slegið í gegn á síðustu misserum hefur verið sýndur yfir 90 sinnum við frábærar undirtektir áhorfenda. Sýningum lýkur í maí - tryggið ykkur miða!
Prinsessuleikarnir - frumsýning 17. mars
Una Þorleifsdóttir leikstýrir þremur stórleikkonum, þeim Birgittu Birgisdóttur, Völu Kristínu Eiríksdóttur og Sólveigu Arnarsdóttur, í gegnum skógarþykkni og rósagerði í leit að prinsessunni í okkur sjálfum.
Níu líf
★★★★★
Í þessari stórsýningu leggja leikarar, dansarar, tónlistarmenn og fleiri góðir gestir allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og umdeilda listamanns.
Nánar
Komdu í áskrift af töfrum!
Panta veitingar
Veitingar í samstarfi við Jómfrúna
Nýr og glæsilegur leikhúsbar hefur opnað í forsal leikhússins og er hann opinn fyrir og eftir sýningar. Hlökkum til að taka á móti þér!