Borgarleikhúsið

Þessi vinsæli gamanleikur hefur aldrei verið fyndnari

Hjónakornin Benedikt og Þórunn skella sér í bústaðinn í Eyjafirði en hvort með sitt leyndarmálið í farteskinu. 

Nánar

Leikhúsbarinn

Kynntu þér spennandi matseðil Leikhúsbarsins. Húsið opnar með Happy Hour frá 18:00 til 19:00 öll sýningarkvöld. Hægt er að panta veitingar bæði fyrir sýningu og í hléi.

Matseðill

Gjafakort Borgarleikhússins

Gjafakort Borgarleikhússins er ávísun á einstakt kvöld sem aldrei gleymist. Gjafakortin eru tilvalin gjöf við hvers konar tilefni og koma í fallegum umbúðum. 

KAUPa gjafakortNýjustu fréttir

22. janúar 2020 : Fyrsti samlestur á Gosa

Fyrsti samlesturinn fyrir sýninguna um ævintýri spýtustráksins Gosa var haldinn í síðustu viku. Ágústa Skúladóttir, leikstjóri sýningarinnar, hefur unnið verkið upp úr upprunalega texta Carlo Collodi og verður sýningin frumsýnd sunnudaginn 23. febrúar. Þegar er uppselt á fyrstu 17. sýningarnar.

21. janúar 2020 : Frábærar viðtökur á söngleiknum um Bubba

Nú hafa yfir 9000 miðar selst á söngleikinn Níu líf, sem fjallar um Bubba Morthens í tali og tónum, en miðasalan hófst á laugardaginn. Ólafur Egill Egilsson er höfundur verksins og leikstjóri sýningarinnar sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 13. mars.

17. janúar 2020 : Helgi Þór rofnar frumsýnt í kvöld

Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson verður frumsýnt á Nýja sviðinu í kvöld, föstudaginn 17. janúar. Leikstjóri er Stefán Jónsson. Um er að ræða drepfyndið og spennandi leikrit um það hvort maðurinn komist undan sögunni um sig, geti losað sig úr álögum og hætt að trúa á spádóma.

Fleiri fréttir


Fylgstu með