Leikárið 2018-2019

Stækkaðu heiminn
með áskriftarkorti

Með áskriftarkortinu fá kortagestir fjórar sýningar að eigin vali á bestu mögulegu kjörum. Tryggðu þér áskriftarkort.

Áskriftarkort

Frumsýning 21. september 2018

Dúkkuheimili, annar hluti

Dúkkuheimili, annar hluti
Dúkkuheimili, annar hluti

Velkomin heim, Nóra!

Í lokasenu Dúkkuheimilis, byltingarkenndu verki Ibsens frá 1879, tekur Nóra Helmer þá ögrandi ákvörðun að fara frá eiginmanni sínum og börnum og hefja nýtt líf án þeirra.

Nánar

Síðasta uppklappið

Elly heldur áfram að heilla landsmenn og snýr aftur í takmarkaðan tíma ásamt hljómsveit. Enn gefst tækifæri til að hrífast með söng og sögu þessarar einstöku söngkonu sem heillaði karlmenn en gerði konur afbrýðisamar auk þess að ganga þrisvar í hjónaband, drekka snákablóð og smygla forboðnum apa til Íslands.

Nánar


Nýjustu fréttir

Fyrirsagnalisti

21. september 2018 : Frumsýning á Dúkkuheimili, annar hluti

Í kvöld, föstudagskvöldið 21. september, verður frumsýning Nýja sviði Borgarleikhússins á leikritinu Dúkkuheimili, annar hluti. Þar munu leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Unnur Ösp Stefánsdóttir fá tækifæri til að leika aftur hlutverk sem þau léku þegar Dúkkuheimili Ibsens var frumsýnt í desember árið 2014. 

19. september 2018 : Hvað færi á listann þinn?

Leikritið Allt sem er frábært var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins á föstudaginn og hefur því verið tekið mjög vel af gestum og gagnrýnendum. Á frumsýningardag var birt lítið myndband á samfélagsmiðlum í tengslum við sýninguna og er nú hægt að horfa á það hér á síðunni.

14. september 2018 : Leikritið Allt sem er frábært frumsýnt í kvöld

Fyrsta frumsýning leikársins í Borgarleikhúsinu verður í kvöld, föstudagskvöld, þegar að einleikurinn Allt sem er frábært verður frumsýndur á Litla sviði leikhússins. Um er að ræða gleðileik um depurð með Vali Frey Einarssyni sem er eini leikari sýningarinnar. 

Fleiri fréttir


Borgar­leikhús­blaðið
2018-2019

Kynntu þér dagskrána á nýju leikári Borgarleikhúsblaðinu. Blaðið er stútfullt af áhugaverðum upplýsingum um sýningarnar, leikarana og starfið í kringum leikhúsið.

Skoða blaðið

Gjafakort Borgarleikhússins

Gjafakort Borgarleikhússins er ávísun á einstakt kvöld sem aldrei gleymist. Gjafakortin eru tilvalin gjöf við hvers konar tilefni og koma í fallegum umbúðum. 

KAUPa gjafakort


Fylgstu með