Borgarleikhúsið

Allra síðustu sýningar!

Elly heldur áfram að heilla landsmenn og snýr aftur í takmarkaðan tíma ásamt hljómsveit. Enn gefst tækifæri til að hrífast með söng og sögu þessarar einstöku söngkonu sem heillaði karlmenn en gerði konur afbrýðisamar auk þess að ganga þrisvar í hjónaband, drekka snákablóð og smygla forboðnum apa til Íslands.

Nánar


Nýjustu fréttir

13. maí 2019 : Lokasýning - Allt sem er frábært

Á laugardaginn var lokasýning á leikritinu Allt sem er frábært, einleik með Vali Frey Einarssyni í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Sýningin var frumsýnd föstudaginn 14. september 2018.

6. maí 2019 : Ungt fólk í leikhús

Borgarleikhúsið býður nú fólki yngri en 25 ára 50% afslátt af miðaverði á sýningarnar Bæng!, Sýningin sem klikkar, Allt sem er frábært og Kæra Jelena.

29. apríl 2019 : Hundrað þúsundasti gesturinn á Elly

Síðasta laugardag fékk Guðrún Guðmundsdóttir viðurkenningu fyrir að vera hundrað þúsundasti gesturinn sem hefur komið á sýningunni Elly í Borgarleikhúsinu. Sýningin á laugardaginn var númer 212 í röðinni en nú eru aðeins átta sýningar eftir því lokasýningin verður í lok leikársins, þann 15. júní.

Fleiri fréttir


Borgar­leikhús­blaðið
2018-2019

Kynntu þér dagskrána á nýju leikári Borgarleikhúsblaðinu. Blaðið er stútfullt af áhugaverðum upplýsingum um sýningarnar, leikarana og starfið í kringum leikhúsið.

Skoða blaðið

Gjafakort Borgarleikhússins

Gjafakort Borgarleikhússins er ávísun á einstakt kvöld sem aldrei gleymist. Gjafakortin eru tilvalin gjöf við hvers konar tilefni og koma í fallegum umbúðum. 

KAUPa gjafakort


Fylgstu með