22. Ágúst 2017

Kortasalan fyrir nýtt leikár hafin


Opnað hefur verið fyrir sölu áskriftarkorta fyrir nýtt leikár og upplýsingar um allar sýningar leikársins má nú finna í Borgarleikhúsblaðinu. Blaðinu verður dreift í hús á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum í vikunni, en einnig er hægt að skoða það rafrænt hér á síðunni. Auk þess er fólki boðið á sérstakan Kynningarfund fyrir komandi leikár sunnudaginn 27. ágúst. 

Gjafakort


Ávísun á einstakt kvöld sem aldrei gleymist

Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út.

Einnig er hægt að panta ljúffengar snittur eða tapasrétti til að njóta fyrir sýningu.

Blaðið


Blaðið fyrir árið 2017-2018

Kynntu þér dagskrána á nýju leikári í glóðvolgu Borgarleikhúsblaðinu.

Blaðið er stútfullt af áhugaverðum upplýsingum um sýningarnar, leikarana og starfið í kringum leikhúsið.

Gæddu þér á gómsætum veitingum fyrir sýningu eða í hléi