Borgarleikhúsið

Jólagjöf sem lifnar við

Gjafakort í Borgarleikhúsið er gjöf sem lifnar við. Gefðu fólkinu þínu fullkomna kvöldstund; óstöðvandi hlátrasköll, nærandi tilfinningahita, litríkt fjölskylduævintýri eða sláandi sögur af landi og þjóð í söngvum Bubba.

Nánar

Frumsýning 5. október

Sex í sveit

Þessi vinsæli gamanleikur hefur aldrei verið fyndnari

Hjónakornin Benedikt og Þórunn skella sér í bústaðinn í Eyjafirði en hvort með sitt leyndarmálið í farteskinu. 

Nánar

Sýningum lýkur í desember!

Matthildur er nýr söngleikur sem byggir á hinni rómuðu skáldsögu Roalds Dahl. Litla stúlkan Matthildur er óvenjulega gáfuð, tilfinninganæm og bókelsk og líklega þess vegna með sérlega ríkt ímyndunarafl.

Nánar

Leikhúsbarinn

Kynntu þér spennandi matseðil Leikhúsbarsins. Húsið opnar með Happy Hour frá 18:00 til 19:00 öll sýningarkvöld. Hægt er að panta veitingar bæði fyrir sýningu og í hléi.

Matseðill

Gjafakort Borgarleikhússins

Gjafakort Borgarleikhússins er ávísun á einstakt kvöld sem aldrei gleymist. Gjafakortin eru tilvalin gjöf við hvers konar tilefni og koma í fallegum umbúðum. 

KAUPa gjafakortNýjustu fréttir

6. desember 2019 : Umræður eftir sýningu á Eitri

Í kvöld, föstudagskvöldið 6. desember, munu fulltrúar frá Sorgarmiðstöð ásamt aðstandendum sýningarinnar Eitur ræða um verkið að lokinni sýningu á Litla sviðinu og bjóða upp á spurningar úr sal. Hrafnhildur Hagalín, dramatúrg Borgarleikhússins, stýrir umræðum.

4. desember 2019 : Fyrsta textaða sýningin á Matthildi um helgina

---English below---
Fyrsta textaða sýningin á söngleiknum Matthildi verður laugardaginn 7. desember kl. 13. Sýningin verður textuð á ensku, pólsku og íslensku. Um er að ræða tilvalið tækifæri fyrir ensku- og pólskumælandi fjölskyldur sem og heyrnarskerta til að upplifa þennan frábæra söngleik.

1. desember 2019 : Áheyrnarprufur fyrir Níu líf

Áheyrnarprufur fyrir sérstakan hluta söngleiksins Níu líf sem byggir á sögu Bubba Morthens í tali og tónum verða í Borgarleikhúsinu 9. desember. Í áheyrnarprufunni á fólk að syngja Bubba lagið Stál og hnífur og spila sjálft undir á gítar. 

Fleiri fréttir


Fylgstu með