Vefverslunin
Alls kyns varningur
Nú er auðvelt að næla sér í varning tengdan sýningum, leikskrár eða leikrit úr útgáfu leikhússins. Vefverslun Borgarleikhússins hefur litið dagsins ljós! Þar má finna alls kyns varning sem stækkar leikhúsupplifunina. Úrvalið eykst í vetur.
NánarLeikárið 2023-2024
Nýjustu fréttir
Síðustu sýningar komnar í sölu!
Eftir fjögurra ára farsæld stórsöngleiksins Níu líf hafa nú síðustu sýningarnar verið settar í sölu. Níu líf verður flutt í síðasta sinn þann 12. janúar 2024.
Gaza einræðurnar í Borgarleikhúsinu
Borgarleikhúsið svarar ákalli Ashtar leikhússins í Palestínu sem óskar eftir þátttöku frá leikhúsum um allan heim. Ákallið er að 29.nóvember, á Alþjóðlegum degi samstöðu með Palestínsku þjóðinni, verði hinar svokölluðu Gaza einræður lesnar í sem flestum leikhúsum út um allan heim.
Auglýst eftir handritum eftir börn á aldrinum 6-12 ára
Borgarleikhúsið er stoltur aðili að Sögum, verðlaunahátíð barna. Börn á aldrinum 6-12 ára eru hvött til að senda inn handrit að leikriti í handritasamkeppni Sagna. Tvö leikrit verða valin og sett upp í Borgarleikhúsinu.
Níu líf
★★★★★
Í þessari stórsýningu leggja leikarar, dansarar, tónlistarmenn og fleiri góðir gestir allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og umdeilda listamanns.
Nánar
Komdu í áskrift af töfrum!
Panta veitingar
Veitingar í samstarfi við Jómfrúna
Nýr og glæsilegur leikhúsbar er í forsal leikhússins og er hann opinn fyrir og eftir sýningar. Hlökkum til að taka á móti þér!