7. Mars 2018

Breytingar á miðadreifingu í Borgarleikhúsinu


Við viljum vekja athygli á breytingum sem ganga í gildi í Borgarleikhúsinu frá og með fimmtudeginum 8. mars nk. Þá verða allir aðgöngumiðar sendir rafrænt með strikamerki sem skannað er við komuna í leikhúsið. Ósóttir miðar verða ekki lengur hjá dyraverði eins og verið hefur og því hvetjum við gesti til að prenta út rafrænu miðana sína eða hafa þá klára í snjallsímum sínum. Miðarnir, hvort sem þeir eru útprentaðir eða á símaskjá, verða svo skannaðir hjá dyraverði.

Gjafakort


Ávísun á einstakt kvöld sem aldrei gleymist

Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út.

Einnig er hægt að panta ljúffengar snittur eða tapasrétti til að njóta fyrir sýningu.

Blaðið


Blaðið fyrir árið 2017-2018

Kynntu þér dagskrána á nýju leikári í glóðvolgu Borgarleikhúsblaðinu.

Blaðið er stútfullt af áhugaverðum upplýsingum um sýningarnar, leikarana og starfið í kringum leikhúsið.

Gæddu þér á gómsætum veitingum fyrir sýningu eða í hléi