Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið

Gosi

  • Gosi

Barnasýning ársins 2020

Trésmiðurinn Jafet kemst yfir talandi viðardrumb og fær þá hugmynd að smíða úr honum brúðu. Til verður spýtustrákurinn Gosi; forvitinn prakkari sem á erfitt með að feta hinn rétta veg.

Nánar

Allt sem er frábært

Allt sem er frábært er einstök leikhúsupplifun sem fær fólk til að hlæja þar til það skilur hvers vegna það grætur. Í þessu verðlaunaleikriti gerir Valur Freyr Einarsson lista yfir allt sem er frábært og gerir lífið þess virði að lifa því - og segir í leiðinni hrífandi sögu af ást, sorg og ís með dýfu.

Stúlkan sem stöðvaði heiminn

Hvað gerir stúlka sem þarf að finna sig á nýjum stað? Til að takast á við stórar áskoranir þarf oft hugrekki til að kafa niður á órætt dýpi. Stúlkan sem stöðvaði heiminn er hrífandi myndræn upplifun fyrir stóra og smáa.

Mæður

Komið eins og þið eruð. Með barn á brjósti eða ekki. Svefnvana eða alsælar eftir heila nótt af ótrufluðum svefni þar sem þig dreymdi smá. Upplifðu leikhús byggt á mögnuðu dönsku verki, leiknu af fjórum af frábærustu leikkonum Íslands.


Oleanna

  • Sýning Oleanna
  • Oleanna í Borgarleikhúsinu, Vala Kristín og Hilmar Snær
  • Sýning Oleanna

Beitt og meistaralega skrifað leikrit

"Hilmir Snær og Vala Kristín ganga hlutverkum sínum fullkomlega á hönd og á samleik þeirra var engin snurða, samskiptin sannfærandi klaufaleg, átökin nístandi."

S.A. TMM

Nánar

Nýjustu fréttir

14. apríl 2021 : Opnum aftur með bros á vör

Við opnum leikhúsið okkar aftur með bros á vör og þakklæti í hjarta. 

12. apríl 2021 : Fyrsti samlestur á barnaverkinu Töfraheimur Kjarvals

Í dag var fyrsti samlestur á barnaverkinu Töfraheimur Kjarvals eftir Stefán Hall Stefánsson sem byggt er að hluta til á bók Margrétar Tryggvadóttur um listmálarann Jóhannes Kjarval.

9. apríl 2021 : Unga kynslóðin í Borgarleikhúsið

Þrátt fyrir samkomutakmarkanir í leikhúsinu hafa fyrstu þrír mánuðir ársins verið glimrandi góðir fyrir ungu kynslóðina sem hefur aldeilis sett sitt mark á starfið í Borgarleikhúsinu en 7553 börn hafa mætt í heimsókn á þessum tíma. 

Fleiri fréttirKomdu í áskrift af töfrum!

Kaupa gjafakort

Hlé á happy hour

Undir venjulegum kringumstæðum væri happy hour 18-19 öll sýningarkvöld en vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu getum við því miður ekki boðið upp á áfengissölu. Þökkum kærlega fyrir skilninginn og góða skemmtun.

Veitingar

Póstlisti Borgarleikhússins

Skráðu þig hér til að heyra reglulega frá okkur um sýningar, tilboð, og aðra leikhústöfra.