Borgarleikhúsið

Ríkharður III

Ég, tveggja stafa heimsveldi

Ríkharður III er eitt af fyrstu leikritum Shakespeares og var frumflutt fyrir meira en fjögur hundruð árum. Samt hefur það ekki á nokkurn hátt misst gildi sitt, síst af öllu núna þegar siðmenning og mannúð eiga undir högg að sækja.

Nánar


Nýjustu fréttir

14. júní 2019 : Áhorfaendamet slegið á lokasýningunni á Elly

Áhorfendamet Borgarleikhússins verður slegið á lokasýningunni á leikritinu vinsæla Elly á Stóra sviði leikhússins á morgun, laugardaginn 15. júní. Áhorfendafjöldi sýningarinnar, sem fjallar um ævi og ástir Ellyjar Vilhjálms, fer þá upp í 104.466 talsins. Þetta verður sýning númer 220 í röðinni sem er einnig met í Borgarleikhúsinu.

13. júní 2019 : Ríkharður III sigurvegari Grímuverðlaunanna

Sýningin Ríkharður III, sem sýnd var á Stóra sviði Borgarleikhússins í vetur, fékk sex Grímuverðlaun og var sigurvegari hátíðarinnar þegar verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Sýningar Borgarleikússins fengu alls níu verðlaun, en söngleikurinn Matthildur og leikritið Club Romantica fengu einnig verðlaun.

5. júní 2019 : Ríkharður III fékk flestar Grímutilnefningar

Sýningin Ríkharður III, sem frumsýnd var á Stóra sviði Borgarleikhússins í desember, fékk flestar Grímutilnefningar fyrir leikárið 2018-2019, alls átta talsins, en tilkynnt var um tilnefningarnar í dag. Alls fengu átta sýningar Borgarleikhússins samtals 30 tilnefningar og leikhúsið því með flestar tilnefningar.

Fleiri fréttir


Borgar­leikhús­blaðið
2018-2019

Kynntu þér dagskrána á nýju leikári Borgarleikhúsblaðinu. Blaðið er stútfullt af áhugaverðum upplýsingum um sýningarnar, leikarana og starfið í kringum leikhúsið.

Skoða blaðið

Gjafakort Borgarleikhússins

Gjafakort Borgarleikhússins er ávísun á einstakt kvöld sem aldrei gleymist. Gjafakortin eru tilvalin gjöf við hvers konar tilefni og koma í fallegum umbúðum. 

KAUPa gjafakort


Fylgstu með