Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið

Gjafakort í jólagjöf!

Gefðu samveru og nánd í jólagjöf

Borgarleikhúsið býður upp á margs konar tækifæri fyrir fullkomna kvöldstund; óstöðvandi hlátrasköll, nærandi tilfinningahita, litríkt fjölskylduævintýri eða sláandi sögur af landi og þjóð.

Nánar

Þétting hryggðar

Fjórir Reykvíkingar eru læstir inni í fundarherbergi í Borgartúninu af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Dominos og hverjum er raunverulega hægt að kenna um allt sem er að.

Allt sem er frábært!

Allt sem er frábært fær fólk til að hlæja þar til það skilur loks hvers vegna það grætur! Hvernig bregst ungur sonur við myrkum hugsunum móður sinnar? Hann býr auðvitað til lista yfir allt sem er frábært í heiminum og gerir lífið þess virði að lifa því.

Kjarval

Barnasýningin um Kjarval: drenginn, manninn og málarann. Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval var ekki bara einn merkasti málari sem Íslendingar hafa átt, heldur má segja að hann hafi átt stóran þátt í að kenna þjóð sinni að meta stórbrotna náttúru landsins, náttúrunnar vegna.


Níu líf

★★★★★

Í þessari stórsýningu leggja leikarar, dansarar, tónlistarmenn og fleiri góðir gestir allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og umdeilda listamanns.

Nánar

Nýjustu fréttir

1. október 2021 : Emil í Kattholti

Emil í Kattholti, sagan af uppátækjasama og hjartahlýja drengnum sem allir elska, eftir hina ástsælu Astrid Lindgren, mætir á Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu þann 26. nóvember!

16. september 2021 : Frumsýning á verkinu Þétting hryggðar

Í kvöld, fimmtudaginn 16. september kl. 19:30, verður frumsýnt nýtt verk eftir Dóra DNA á Litla sviði Borgarleikhússins. 

2. september 2021 : Inntökuprufum lokið!

Inntökuprufur í Leiklistarskóla Borgarleikhússins fóru fram dagana 21.-24. ágúst. Við þökkum kærlega fyrir áhugann og hugrekkið sem umsækjendur sýndu með því að mæta í prufuna.

Fleiri fréttirKomdu í áskrift af töfrum!

Kaupa gjafakort

Leikhúsbarinn opinn á ný

Nýr og glæsilegur leikhúsbar hefur opnað í forsal leikhússins og er hann opinn fyrir og eftir sýningar. Hlökkum til að taka á móti þér!

Póstlisti Borgarleikhússins

Skráðu þig hér til að heyra reglulega frá okkur um sýningar, tilboð, og aðra leikhústöfra.