Leiklistar­skólinn

LEIKLISTARSKÓLI BORGARLEIKHÚSSINS

Faglegt leiklistarnám á grunnskólastigi

Í haust verður haldið áfram að þróa og bjóða upp á leiklistarnám í Borgarleikhúsinu. Aðsóknin í leiklistarnám hefur farið fram úr björtustu vonum, en sem stendur eru 40 nemendur skráðir í Leiklistarskóla Borgarleikhússins. Það er einstaklega ánægjulegt að fylgjast með þessum ungu leikaraefnum þroskast og blómstra. Rík áhersla er lögð á forvitni og skapandi leiðir í kennlsuháttum. Margir af nemendum okkar hafa tekið þátt í alls kyns uppfærslum sem og leiknu efni fyrir sjónvarp og kvikmyndir, það er augljós eftirspurn eftir ungum og hæfileikaríkum leikurum.Því miður reynist ekki unnt að stækka skólann að sinni, en í ár munu fyrstu nemendur skólans útskrifast að vori sem ungleikarar. Það er því ljóst að á næsta leikári verður aftur boðið upp á inntökupróf í skólann. Frekari upplýsingar um Leiklistarskólann er hægt að nálgast á heimasíðu Borgarleikhússins og með því að senda póst á leiklistarskoli@borgarleikhus.is

Markmið skólans er að bjóða upp á faglegt nám á grunnskólastigi í leiklist og efla þar með grunnstoðir leiklistarnáms á Íslandi.

Við viljum

 • Virkja ímyndunaraflið - vekja forvitni - styrkja sköpunargleði - skapa jákvætt umhverfi til sköpunar
 • Hægt er að nýta Frístundakort Reykjavíkurborgar til að greiða hluta af skólagjöldum.
 • Kennt er tvo tíma í senn tvisvar í viku, alls fjórar klukkustundir á viku í tíu vikur, á ellefu vikna tímabili.

Uppbygging námsins

Námið er byggt upp samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna og tekur mið af þeim hæfniviðmiðum sem hún leggur til. Nám við skólann er á þrem stigum og eru aldursskipt.

 1. Stig eru nemendur á aldrinum 9  til 11 ára.
 2. Stig eru nemendur á aldrinum 12 - 14 ára (ath. nám á þriðja stigi er ekki í boði að svo stöddu)

Grunnstoðir námsins

 • Sköpun - sjálfsmat - samvinna – virðing - samtal – ábyrgð - sjálfstæði - sjálfbærni - samfélag
 • Sköpun -  Hvernig skapar maður? Ferlið frá hugmynd til afurðar skoðað og aðferðir til þess að skapa kynntar.
 • Sjálfsmat -  Hvernig leggjum við mat á okkur sjálf og hvernig gerum við það af virðingu.
 • Samvinna -  Hvernig vinnum við saman, hvað þýðir það í stærra samhengi og hvernig gerum við það með virðingu.
 • Samtal  -  Í sameiningu ákveðum við samskiptamáta og berum sameiginlega ábyrgð á hópnum, hlustun skiptir öllu.
 • Sjálfstæði -  Unnið markvisst að efla gagnrýna hugsun. Unnið að því að efla frumkvæði.
 • Sjálfbærni -  Upplýsa og fræða um sjálfbærni í listum, unnið verklega með fundna hluti.
 • Samfélag -  Sviðslistir í stóra samhenginu. 


Nánari upplýsingar á leiklistarskoli@borgarleikhus.is

 • Leiklistarskólinn
 • Leiklistarskólinn
 • Leiklistarskólinn


Leiklistarnám fyrir börn og unglinga 9-13 ára sem hafa óbilandi áhuga á leiklist.