Borgarleikhúsið

Leiklistar­skólinn

Sköpunarkraftur - Leikgleði - Hugrekki



Faglegt leiklistarnám á grunnskólastigi

Borgarleikhúsið býður upp á einstakt leiklistarnám fyrir börn á á grunnskólaaldri. Námið er spennandi valkostur fyrir krakka sem hafa brennandi áhuga á leiklist.

Leiklistarskóli Borgarleikhússins leggur áherslu á skapandi leiklistarnám undir leiðsögn gæða kennara. Skólastjóri er Emelía Antonsdóttir Crivello. Jákvæð hvatning og uppbygging nemenda er lykilþáttur í starfi skólans. Í náminu kynnast nemendur einnig starfi Borgarleikhússins og fá heimsóknir frá listamönnum sem starfa í húsinu. Á hverju vori taka nemendur þátt í metnaðarfullri uppskeruhátíð þar sem útskriftarnemar sýna frumsamið leikverk og nemendur á yngri stigum sýna styttri atriði.

Námið er byggt upp á þremur námsstigum sem taka eitt ár í senn. Kennt er tvisvar í viku tvo tíma í senn. Við lok 3. stigs útskrifast nemendur sem ungleikarar með viðurkenningu frá Borgarleikhúsinu. Útskriftarnemar taka þátt í metnaðarfullri sýningu sem sýnd er á sviði í Borgarleikhúsinu, þar fá nemendur að kynnast því hvernig er að vinna í atvinnuleikhúsi með ljósum, hljóðum, búningum, sviðsmynd og leikmunum. 

Leiklistarskólinn var stofnaður árið 2016 og hefur síðustu ár vaxið og dafnað. Margir nemendur skólans hafa tekið þátt í ýmsum fjölbreyttum verkefnum, eins og leiksýningum, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og talsetningu. Leiklistarskóli Borgarleikhússins er í góðu samstarfi við Krakkarúv, nemendur á þriðja ári sviðsetja árlega vinningsverkin úr handritasamkeppni barna, Krakkar skrifa sem er hluti af Sögum verðlaunahátíð barnanna

Frekari upplýsingar um leiklistarskólann er hægt að fá með því að senda póst á leiklistarskoli@borgarleikhus.is 

  • leiklistarskoli