Borgarleikhúsið

Leiklistar­skólinn

Sköpunarkraftur - Leikgleði - HugrekkiKennarar við skólann


Albert Halldórsson
Albert útskrifaðist af leiklistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2015. Albert starfar sem leikari og hefur sýnt fjölda sýninga innan sjálfstæðu leikhúsanna með ýmsum leikhópum frá því að hann útskrifaðist frá LHÍ. Albert hefur starfað sem leiklistarkennari og kennt börnum og unglingum leiklist frá því árið 2010. Ásamt því að kenna í Leiklistarskóla Borgarleikhússins er Albert meðal annars að leika Baktus í Karíus og Baktus í Hörpunni. Albert kennir leiklist við Leiklistarskólann.

Ari Ísfeld
Ari Ísfeld útskrifaðist árið 2019 af leikarabraut í Royal Central School of Speech and Drama í London en þar lagði hann áherslu á samsköpun- og spunasýningar. Hann hefur unnið með þekktum leikhópum á borð við Complicite og Filter Theatre við gerð sýninga. Ari hefur kennt spuna í framhalds- og grunnskólum á Íslandi. Haustið 2020 skrifaði hann og leikstýrði barnasýningunni Lalli og töframaðurinn í Tjarnarbíó. Ari mun taka þátt í Umbúðalaust í Borgarleikhúsinu á leikárinu 2021-2022 með verkið How To Make Love To A Man. Ari kennir leiklist við Leiklistarskólann.

Auður Bergdís Snorradóttir
Auður útskrifaðist sem leikkona frá Royal Academy of Dramatic Art í London árið 2016, en hafði áður stundað nám á Nútímalistdansbraut Listdansskóla Íslands. Síðusta áratuginn hefur Auður unnið með þekkingu sína í dansi og leiklist sem leikkona, danshöfundur, dansari, leikstýra og sviðslistakennari víða á Íslandi sem og erlendis. Auður kennir jazzballet og söngleikjadans við skólann.

Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Bergdís er leikkona, leikstjóri og sviðslistakennari. Hún útskrifaðist frá Rose Bruford College í Englandi og stofnaði þar leikhópinn Spindrift ásamt fjórum öðrum ungum konum. Hópurinn hefur sýnt sýningar sínar og leitt vinnustofur á Norðurlöndunum og í Bretlandi og Skotlandi. Hún hefur einnig starfað með Leikhópnum Lottu og sænska femíníska dúóinu Blaue Frau. Bergdís kennir leiklist við Leiklistarskólann.

Emelía Antonsdóttir Crivello
Emelía er skólastjóri Leiklistarskólans. Hún stundaði BA nám á sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og MA nám í listkennslu við sama skóla. Barnamenning og sviðslistakennsla eru Emelíu hugleikin og hefur hún starfað sem sviðslistakennari í rúman áratug. Hún hefur m.a. rekið dansskóla á Austurlandi, Dansstúdíó Emelíu frá árinu 2007, og starfað víðsvegar við verkefnastjórn. Emelía kennir leiklist og dans við Leiklistarskólann.

Eva Halldóra Guðmundsdóttir
Eva Halldóra er sviðshöfundur og verkefnastjóri í frístundamiðstöðinni Tjörninni. Hún hefur sinnt margskonar skapandi verkefnum með unglingum. Hún hefur kennt leiklist í Austurbæjarskóla, verið listrænn leiðbeinandi verkefnisins Unglingar gegn ofbeldi og unnið að margskonar forvarnarverkefnum, meðal annars verkefnið Beyond Metoo sem snýr að kynfræðslu og fræðslu unglinga um jafnrétti. Hún hefur einnig leikstýrt hinum ýmsu hópum á grunnskólaaldri í leikrænni vinnu. Eva kennir leiklist við Leiklistarskólann.

Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Hallveig Kristín er sviðshöfundur. Hún lauk BA gráðu við Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018 og hefur starfað sem höfundur og flytjandi í samsköpunarferlum, leikstjóri og leikmyndahönnuður. Hún starfar með sviðslistahópunum CGFC og leikhópnum Losta, og setur upp sýningar með báðum hópum á þessu leikári, eitt um kartöflur og hitt um sleðahunda.

Ólafur Ásgeirsson
Ólafur Ásgeirsson útskrifaðist af leiklistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2015. Hann stundaði í kjölfarið nám við The Michael Chekhov Acting Studio í New York veturinn 2015-2016. Ólafur hefur lært, kennt og sýnt spuna með Improv Ísland frá stofnun leikhópsins árið 2015, auk þess sem hann hefur kennt leiklist á öllum skólastigum. Ólafur leikur nú með leikhópnum Pólís sem er samstarf Íslendinga og pólverja og er orðinn ansi lunkinn í pólsku. Ólafur kennir leiklist við Leiklistarskólann.

Rakel Björk Björnsdóttir
Rakel Björk útskrifaðist af leikarabraut við Listaháskóla Íslands vorið 2019 og starfar sem leikkona við Borgarleikhúsið. Rakel kemur einnig reglulega fram sem söngkona en hún lauk diplóma söngnámi í Complete Vocal Technique frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn árið 2015. Rakel fer með hlutverk unga Bubba, Ingu og Brynju í Bubba söngleiknum 9 líf á stóra sviði Borgarleikhússins. Hún fór með hlutverk Fríðu Hugljúfu í söngleiknum Matthildi, hún hefur einnig tekið þátt í Leikskólasýningu ársins tvö ár í röð. Rakel kennir söng við leiklistarskólann.

Ylfa Ösp Áskelsdóttir
Ylfa útskrifaðist sem leikkona árið 2007 úr Teaterskolen Holberg og hefur unnið mikið innan sjálfstæðu leikhúsanna með ýmsum leikhópum. Eftir leikaranámið bætti hún við sig kennaramenntun og hefur unnið við kennslu á flestum skólastigum en hún starfar sem leiklistarkennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Ylfa hefur lagt stund á spunaleik og verið meðlimur í sýningarhóp Improv Ísland undanfarin ár. Ylfa kennir leiklist við Leiklistarskólann.


Kennarar

  • Albert Halldórsson
  • audurbergdissnorradottirAuður Bergdís Snorradóttir
  • BergdisJuliaJohannsdottirBergdís Júlía Jóhannsdóttir
  • EmeliaAntonsdottirCrivelloEmelía Antonsdóttir Crivello
  • HallveigKristinEiriksdottirHallveig Kristín Eiríksdóttir
  • OlafurAsgeirssonÓlafur Ásgeirsson
  • RakelRakel Björk Björnsdóttir