Borgarleikhúsið


Kennarar við skólann


Albert Halldórsson
Albert útskrifaðist af leiklistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2015. Albert starfar sem leikari og hefur sýnt fjölda sýninga innan sjálfstæðu leikhúsanna með ýmsum leikhópum frá því að hann útskrifaðist frá LHÍ. Albert hefur starfað sem leiklistarkennari og kennt börnum og unglingum leiklist frá því árið 2010. Ásamt því að kenna í Leiklistarskóla Borgarleikhússins er Albert meðal annars að leika Baktus í Karíus og Baktus í Hörpunni. Albert kennir leiklist við Leiklistarskólann.

Andrés Pétur Þorvaldsson
Andrés Pétur Þorvaldsson útskrifaðist sem leikari frá The Liverpool Institute of Performing Arts árið 2020. Hann tók þátt í Umbúðalausu hér í Borgarleikhúsinu með sýninguna How to Make Love to a Man með sviðslistahópnum Baðmenn. Andrés er einnig hluti af pólsk/íslenska sviðslistahópnum PoliS sem í samstarfi við Borgarleikhúsið settu upp sýninguna Tu jest za drogo.

Bergdís Júlía Jóhannsdóttir

Birna Rún Eiríksdóttir
Birna er menntuð leikkona með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún útkskrifaðist árið 2016 og hefur síðan þá verið að leika, leikstýra og kenna leiklist. Birna er einnig spunaleikkona og hefur sýnt með Improv Ísland síðan 2017, þá hefur hún kennt fólki á öllum aldri námskeið í Improv. Á árunum 2017 – 2019 lék Birna á öllum sviðum hér í Borgarleikhúsinu. Hún hefur frá árinu 2016 kennt börnum og unglingum leiklist, m.a. í Leynileikhúsinu, Dansskóla Birnu Björns og leikstýrt sýningum hjá hinum ýmsu grunn- og menntaskólum. Birna kennir leiklist við Leiklistarskólann. 

Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmundsdóttir útskrifaðist árið 2021 af Leikarabraut Listaháskóla Íslands. Björk er virkur meðlimur í spunahópnum Improv Ísland og hefur lært, kennt og sýnt spuna með hópnum frá stofnun hans árið 2015. Björk lærði Long-form spuna í virtasta spunaskóla Bandaríkjanna, UCB, bæði í NY og LA. Björk hefur einnig kennt börnum á öllum skólastigum leiklist og spuna. Björk leikur nú með leikhópnum Fullorðið Fólk sem fer í leikferð um landið 2022. Björk kennir leiklist við Leiklistarskólann.

Emelía Antonsdóttir Crivello
Emelía er skólastjóri Leiklistarskólans. Hún stundaði BA nám á sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og MA nám í listkennslu við sama skóla. Barnamenning og sviðslistakennsla eru Emelíu hugleikin og hefur hún starfað sem sviðslistakennari í rúman áratug. Hún hefur m.a. rekið dansskóla á Austurlandi, Dansstúdíó Emelíu frá árinu 2007, og starfað víðsvegar við verkefnastjórn. Emelía kennir leiklist og dans við Leiklistarskólann.

Eva Halldóra Guðmundsdóttir
Eva Halldóra er sviðshöfundur og verkefnastjóri í frístundamiðstöðinni Tjörninni. Hún hefur sinnt margskonar skapandi verkefnum með unglingum. Hún hefur kennt leiklist í Austurbæjarskóla, verið listrænn leiðbeinandi verkefnisins Unglingar gegn ofbeldi og unnið að margskonar forvarnarverkefnum, meðal annars verkefnið Beyond Metoo sem snýr að kynfræðslu og fræðslu unglinga um jafnrétti. Hún hefur einnig leikstýrt hinum ýmsu hópum á grunnskólaaldri í leikrænni vinnu. Eva kennir leiklist við Leiklistarskólann.

Eygló Höskuldsdóttir Viborg
Eygló Höskuldsdóttir Viborg er með Bmus gráðu í tónlist frá Berklee College of Music og Mmus gráðu frá New York University. Eygló hefur sungið í kórum alla sína tíð og söng m.a. inn á Biofilia með Björk og túraði með henni sem bakraddasöngkona. Einnig hefur hún starfað sem sviðslistakona og samið tónlist fyrir fjölmörg leikrit og sviðsverk. Hún er hluti af sviðslistahópnum Slembilukku og í Borgarleikhúsinu hefur hún samið tónlist og leikið í Á vísum stað og hún samdi tónlistina fyrir Hvíta tígrisdýrið, samstarf Borgarleikhússins og Slembilukku.

Ólafur Ásgeirsson
Ólafur Ásgeirsson útskrifaðist af leiklistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2015. Hann stundaði í kjölfarið nám við The Michael Chekhov Acting Studio í New York veturinn 2015-2016. Ólafur hefur lært, kennt og sýnt spuna með Improv Ísland frá stofnun leikhópsins árið 2015, auk þess sem hann hefur kennt leiklist á öllum skólastigum. Ólafur leikur nú með leikhópnum Pólís sem er samstarf Íslendinga og pólverja og er orðinn ansi lunkinn í pólsku. Ólafur kennir leiklist við Leiklistarskólann.

Rebekka Magnúsdóttir

Ylfa Ösp Áskelsdóttir

Ylfa útskrifaðist sem leikkona árið 2007 úr Teaterskolen Holberg og hefur unnið mikið innan sjálfstæðu leikhúsanna með ýmsum leikhópum. Eftir leikaranámið bætti hún við sig kennaramenntun og hefur unnið við kennslu á flestum skólastigum en hún starfar sem leiklistarkennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Ylfa hefur lagt stund á spunaleik og verið meðlimur í sýningarhóp Improv Ísland undanfarin ár. Ylfa kennir leiklist við Leiklistarskólann.


Kennarar

  • Albert Halldórsson
  • Andrés Pétur Þorvaldsson
  • audurbergdissnorradottirAuður Bergdís Snorradóttir
  • Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
  • Birna Rún Eiríksdóttir
  • Björk Guðmundsdóttir
  • EvaHalldoraGudmundsdottirEva Halldóra Guðmundsdóttir
  • EmeliaAntonsdottirCrivelloEmelía Antonsdóttir Crivello
  • Eygló Höskuldsdóttir Viborg
  • OlafurAsgeirssonÓlafur Ásgeirsson
  • Rebekka Magnúsdóttir
  • YlfaOspAskelsdottirYlfa Ösp Áskelsdóttir