Borgarleikhúsið


Sumarnámskeið Leiklistarskóla Borgarleikhússins

Leiklistarskóli Borgarleikhússins býður upp á spennandi og metnaðarfull sumarnámskeið í júní og júlí fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-16 ára. Hvert námskeið er ein vika (fimm dagar í senn), fjórir tímar á dag og endar með uppskerusýningu á Litla sviði Borgarleikhússins. Námskeiðin eru kennd í æfingasal leikhússins en á góðviðrisdögum verður einnig farið út.

Kennarar sumarnámskeiðanna eru fastráðnir kennarar við Leiklistarskóla Borgarleikhússins sem öll eru háskólamenntuð í sviðslistum. Upplýsingar um kennara Leiklistarskólans má sjá hér

Skráningarhlekkur er hér.
https://www.sportabler.com/shop/leiklistarskoli/1/

Námskeiðslýsingar

Leiklistarnámskeið

Skapandi leiklistarnámskeið þar sem unnið verður með leikgleði, spuna og sjálfstraust. Á námskeiðinu verður jafnframt lögð áhersla á persónusköpun, leiktúlkun, líkams- og raddbeitingu. Námskeiðið hentar öllum, byrjendum jafnt þeim sem hafa einhverja reynslu af leiklist. Einnig er í boði framhaldshópur sem er ætlaður þeim sem hafa æft leiklist í að lágmarki eitt ár. 
Verð: 34.000 kr 

Söngleikjanámskeið

Metnaðarfullt söngleikjanámskeið þar sem leiklist, dansi og söng er blandað saman á skemmtilegan hátt. Hver dagur skiptist upp í fjölbreytta dagskrá; nemendur sækja leiklistartíma þar sem áhersla er lögð á leikgleði og spuna, danstíma þar sem kenndur er söngleikjadans og söngtíma sem byggist á Complete Vocal Technique, sem er alhliða radd- og söngtækni. Í söngtímum verður nemendum skipt upp í smærri hópa. Námskeiðið hentar öllum, bæði byrjendum og lengra komnum.
Verð: 36.500 kr