Borgarleikhúsið

Leiklistar­skólinn

Sköpunarkraftur - Leikgleði - HugrekkiUmsókn fyrir námsárið 2021-2022


Opið er fyrir umsóknir í inntökuprufur!

Skráning 

Þeir sem hafa áhuga verða boðaðir í inntökuprufur í haust. Prufurnar fara fram í æfingasal í Borgarleikhúsinu. Í hverjum prufuhóp eru um 15 umsækjendur, farið er í leiklistarleiki og leiklistaræfingar, að lokum fara allir umsækjendur í stutt einstaklingsviðtal. Enginn undirbúningur er nauðsynlegur fyrir prufurnar en mikilvægt er umsækjendur mæti með opinn huga, jákvæðir og óhræddir við að sýna hvað í þeim býr.

Að prufunum loknum ræður inntökunefnd ráðum sínum og niðurstöðurnar verða sendar í tölvupósti. Við val á umsækjendum verður horft eftir þori, vilja og áhuga umsækjenda.

Tekið verður við umsóknum fyrir námsárið 2021-2022 frá börnum fæddum á árunum 2008-2011.