Borgarleikhúsið


Leiklistarskóli Borgarleikhússins

Skráning í inntökuprufur Leiklistarskóla Borgarleikhússins fyrir haustið 2023 er hafin. Athugið að aðeins var tekið við umsóknum frá börnum fæddum á árunum 2010-2013. Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst 2023. Þau sem skráð eru í prufu fá sent boð í tölvupósti með nákvæmri tímasetningu eftir að umsóknarfrestur rennur út. Í prufunum er umsækjendum skipt eftir aldri í 15-20 manna hópa. Hver hópur er um klukkustund í prufu. Prufan fer þannig fram að umsækjendur taka þátt í fjölbreyttum leiklistarleikjum og æfingum sem leiddar eru af leiklistarkennara og inntökunefnd. Ekki þarf að undirbúa neitt sérstakt fyrir prufuna en mikilvægast er að mæta með opinn huga og að umsækjendur séu óhræddir við að takast á við æfingarnar og sýna hvað í þeim býr. Að prufunum loknum fer inntökunefndin yfir prufurnar og verða niðurstöður sendar í tölvupósti. Árlega eru teknir inn 30 nýir nemendur. Við val á umsækjendum er fyrst og fremst horft eftir áhuga, þori og vilja umsækjenda. Aðrir þættir sem geta haft áhrif eru m.a. fyrri reynsla umsækjanda, aldur og þroski, kynjahlutfall, samsetning hóps og fjölbreytileiki nemendahópsins. Leiklistarskólinn starfar í samræmi við stefnu Borgarleikhússins þar sem lögð er áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika. Við hvetjum börn af öllum kynjum og ólíkum uppruna til að sækja um.

Athugið: Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *

Ert þú samþykk/ur því að teknar verða ljósmyndir og/ eða myndbönd þar sem þátttakanda kann að bregða fyrir? Myndirnar verða mögulega notaðar í kynningarskyni *

Til að fyrirbyggja ruslpóst: