Arnór Björns­son

Leikari

Arnór Björnsson er leikari og handritshöfundur, fæddur árið 1998. Arnór stundar nám á leikarabraut LHÍ og kemur til með að útskrifast árið 2022.
Þegar Arnór var 14 ára skrifaði hann og lék í leiksýningunni Unglingurinn í Gaflaraleikhúsinu ásamt Óla Gunnari Gunnarssyni. Arnór hlaut tvær grímutilnefningar fyrir Unglinginn. Sýningin hlaut Grímutilnefningu sem barnasýning ársins og Arnór og Óli voru tilnefndir sem Sprotar ársins. Eftir velgengni Unglingsins gerði Arnór tvær sýningar í viðbót í Gaflaraleikhúsinu. En það voru sýningarnar Stefán Rís árið 2016, ásamt Óla Gunnari og Fyrsta Skiptið árið 2018, ásamt fríðum hópi ungmenna. Fyrsta Skiptið var tekin upp og sýnd á Sjónvarpi Símans.
Meðfram námi í Verzlunarskóla Íslands skrifaði Arnór m.a. skáldsöguna Leitin að tilgangi unglingsins, sem var mest selda ungmennabók Íslands ári 2015, og tók þátt í Rocky Horror í Borgarleikhúsinu sem dansari árið 2018.
Árið 2020 framleiddi hann, leikstýrði, skrifaði og lék í sjónvarpsseríunni Meikar ekki sens, ásamt Óla Gunnari Gunnarssyni. Serían var sýnd á Sjónvarpi Símans.

Önnur verk:

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo