Heim
Leita

Gunn­ar Helga­son

Leikari

Gunnar Helgason er fæddur 24. nóvember 1965. Hann er leikari, leikstjóri, dagskrárgerðarmaður fyrir sjónvarp og rithöfundur. Fyrsta bók hans, Goggi og Grjóni, kom út árið 1992 og síðan hefur Gunnar skrifað fjölmargar barnabækur, þar á meðal geysivinsælar bækur um fótboltastrákinn Jón Jónsson, Stellubækurnar ástsælu, Rotturnar í Hafnarlandi og þríleikinn um Alexander Daníel Hermann Dawidsson (ADHD). Gunnar fékk Vorvindaverðlaun IBBY árið 2013 fyrir fótboltabækur sínar og Bókaverðlaun barnanna fyrir bækurnar Aukaspyrna á Akureyri (2012), Rangstæður í Reykjavík (2013), Mamma klikk! (2015), Pabbi prófessor (2016), Amma best (2017) og Siggi sítróna 2018. Gunnar hefur í tvígang verið tilnefndur til Vestnorrænu barnabókaverðlaunanna fyrir hönd Íslands og árið 2023 var hann tilnefndur til heiðursverðlauna IBBY fyrir Bannað að ljúga. Gunnar hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun 2015 í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bók sína Mamma klikk. Gunnar hefur einstakt vald á því að skrifa fyrir börn og aðdáendur hans eru ófáir og á öllum aldri. Bækur Gunnars eru allar alveg hryllilega fyndnar en svo geta þær líka verið sorglegar, fallegar og undurblíðar.

Önnur verk:

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo