
Gunnlaugur Bjarnason er söngvari, uppalinn á Selfossi þar sem hann tók sín fyrstu skref í tónlist við Tónlistarskóla Árnesinga. Seinna meir lauk hann framhaldsprófi í söng frá Menntaskóla í tónlist. Árið 2023 lauk hann meistaraprófi í sama fagi við Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag í Hollandi. Frumraun hans á óperusviðinu var í september 2022 en þá lék hann eitt af burðarhlutverkunum í óperunni Mærþöllu eftir Þórunni Guðmundsdóttur.
Gunnlaugur hefur á síðustu misserum komið fram á fjölmörgum ljóðatónleikum hér á landi, meðal annars Sönghátíð í Hafnarborg, Englum og mönnum í Strandarkirkju, Þrístökkinu á Fagurhólsmýri, Kúnstpásu Íslensku óperunnar o.fl. Þá hefur hann líka komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands.
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.