Hannes Þór Egilsson útskrifaðist frá London Contemporary Dance School árið 2006 og var í framhaldinu fastráðinn dansari hjá Íslenska dansflokknum næstu sjö árin. Hann hefur síðan starfað sem dansari og danshöfundur með ýmsum listhópum og m.a. gert sýningarnar vinsælu um Óð og Flexu með ÍD. Þá tók hann þátt í sýningunni BLAM! undir stjórn Kristjáns Ingimarssonar sem hefur verið sýnd víða um heim og Eitraðri lítilli pillu í Borgarleikhúsinu. Einnig hefur Hannes sinnt danskennslu. Hann hefur verið tilnefndur til Grímuverðlauna bæði sem dansari og danshöfundur.
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.