Hildur Vala Baldursdóttir útskrifaðist frá leikarabraut LHÍ vorið 2019 og hefur síðan þá verið áberandi bæði í leikhúsi og sjónvarpi. Eftir útskrift hóf Hildur Vala störf við Þjóðleikhúsið, þar sem hún tók við titilhlutverki Ronju ræningjadóttur. Hildur Vala tók þátt í fjölmörgum sýningum í Þjóðleikhúsinu og má þar nefna Elsu í söngleiknum Frost, auk hlutverka í Múttu Courage, Stormi og Eltum veðrið. Fyrir frammistöðu sína í Frost var hún tilnefnd til Grímuverðlauna sem söngvari ársins 2024 og einnig sem söngkona ársins á Sögum – verðlaunahátíð barnanna
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.