Margrét Eir Hönnudóttir hefur starfað sem söngkona og leikkona á Íslandi í yfir þrjátíu ár. Hún hefur sungið inn á óteljandi upptökur, komið fram á fjölda tónleika, í sjónvarpi og útvarpi. Hún hefur m.a. komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Frostrósum, og á Rigg tónleika viðburðum. Hún hefur gefið út fjórar sólóplötur og þrjár með hljómsveitinni Thin Jim and the Castaways. Margrét Eir hefur starfað á stærstu leiksviðum landsins og má þar nefna Oliver hjá LA, Hárið, Mary Poppins í Borgarleikhúsinu, Vesalingana í Þjóðleikhúsinu, Chicago hjá LA og hlaut hún fyrir það Grímutilnefningu. Hún hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna nokkrum sinum.
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.