Pétur Ernir Svavarsson útskrifaðist með láði frá Royal Academy of Music í London með MA gráðu í söngleikjum vorið 2023. Einnig útskrifaðist hann með tvöfalda bakkalárgráðu í píanóleik og söng frá Listaháskóla Íslands vorið 2022. Pétur hefur komið fram við hin ýmsu tilefni sem söngvari og leikari og fór hann t.d. með hlutverk sögumanns og söngvara á Astrid Lindgren fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þá var hann valinn til að taka þátt í Hljómsveitarstjóraakademíu Sinfóníuhljómsveitarinnar árið 2020. Í vetur mun hann taka þátt í Moulin Rouge! söngleiknum sem og Galdrakarlinum í Oz.
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.