
Sólveig stundaði nám í píanóleik frá unga aldri. Hún nam síðan óbóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lék á óbó m.a. með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hóf söngnám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar hjá Jóni Þorsteinssyni árið 2006 og lauk þaðan prófi í kórstjórn 2009. Hún lauk B.Mus. í klassískum söng frá Het Utrechts Conservatorium í Hollandi 2013 þar sem kennarar hennar voru Jón Þorsteinsson og Charlotte Margiono, og stundaði einnig söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Hlín Pétursdóttur og Þórunni Guðmundsdóttur. Vorið 2018 lauk hún meistaragráðu í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) frá Listaháskóla Íslands, með söng sem aðalfag. Í janúar 2018 hlaut hún 2. verðlaun og áhorfendaverðlaunin í söngkeppninni Vox Domini og hefur síðan þá verið virk í íslensku tónlistarlífi.
Sólveig er framkvæmdastjóri sviðslistahópsins Óðs. Óður hefur frá stofnun árið 2021 sýnt tæplega 60 sýningar af 4 uppfærslum og verið tilnefndur sem flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, auk þess að hljóta Grímuverðlaun sem hluti af óperugrasrótinni. Í sýningum Óðs hefur hún sungið hlutverk Adinu í Ástardrykknum (2021-2024), Norinu í Don Pasquale (2023-2024), Ingibjargar í Póst-Jóni (2024) og Rosinu í Rakaranum í Sevilla (2024-2025), auk þess að þýða öll verkin, ýmist að hluta eða í heild.
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.