
Þórdís Nadia Semichat útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2015 og er með diplómu í handritsgerð fyrir sjónvarp og kvikmyndir frá New York Film Academy. Hún hefur starfað sem danskennari í Kramhúsinu í um 17 ár og var í stjórn Reykjavík Dance Festival á árunum 2020–2025.
Hún stofnaði fyrsta kvennauppistandshópinn á Íslandi og hefur starfað sem uppistandari með hléum um árabil, auk þess að hafa verið hluti af Reykjavík Kabarett í nokkur ár. Hún var dramatúrg í Satanvatninu, fyrsta íslenska frumsamda ballettinum. Hún hefur einnig starfað sem pistlahöfundur fyrir Lestina á Rás 1.
Í verkum sínum sameinar hún sviðslistir, húmor og frásögn með áherslu á samtímann, líkamlega tjáningu og skarpa samfélagslega innsýn.
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.