Á eigin vegum
- Litla sviðið
- 2 klst, Eitt hlé
- Verð: 7.200 kr.
Á eigin vegum
Almennt er sætabrauðið í erfidrykkjum að aukast á kostnað mæjónessins
Sigþrúður er ekkja, stundar blaðburð, garðyrkju og jarðarfarir af miklum móð. Hún er ein en ekki einmana – hún hefur alltaf þurft að treysta á sjálfa sig og er ljómandi góður félagsskapur ef út í það er farið. Fólkið hennar er allt horfið á braut – en hefur reyndar farið mislangt. Sigþrúður gerir sér litlar vonir enda hefur lífið kennt henni að slíkt hafi ekkert upp á sig en draumarnir hafa þó fylgt henni frá blautu barnsbeini og nú fá þeir loks byr undir báða vængi.
Á eigin vegum byggir á rómaðri skáldsögu metsöluhöfundarins Kristínar Steinsdóttur sem kom út árið 2006. Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Fjöruverðlaunin árið 2007.
„Að biðja um afleggjara er dauðadómur yfir plöntu“
„Almennt er sætabrauðið í erfidrykkjum að aukast á kostnað mæjónessins“
„Það er svo miklu auðveldara að ræða við manninn minn um tilfinningar eftir að hann dó“
Leikarar
Sigrún Edda Björnsdóttir
Listrænir stjórnendur
Höfundur
Kristín SteinsdóttirLeikgerð
Maríanna Clara Lúthersdóttir
Salka GuðmundsdóttirLeikstjórn
Stefán JónssonLeikmynd og myndbönd
Egill SæbjörnssonBúningar
Stefanía AdolfsdóttirTónlist og hljóðmynd
Sóley StefánsdóttirLýsing
Pálmi JónssonHljóðmynd
Þorbjörn SteingrímssonLeikgervi
Guðbjörg Ívarsdóttir