Borgarleikhúsið

Á vísum stað

  • Verð: 3.000 kr.
  • Sýningum lokið
  • Sýningum á Á vísum stað er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
  • Kaupa miða Panta mat

Í geymslum liggja hlutir í dvala, en eru þó á vísum stað.

Á vísum stað

Umbúðalaust


Allir hlutir í geymslum eiga sér sögu og þá gildir einu hvort geymslurnar eru vel skipulagðar IKEA hillur eða rykfallnir skúrar, hvort umræddur hlutur vekur upp fortíðarþrá eða samviskubit, hvort hann kostaði 25 krónur árið 1972 eða 25.000 krónur árið 2021. Enginn veit lengur hvaða hlutir leynast í sumum kössum, samt var einhvern tímann tekin ákvörðun um að geyma þá. Hafa hlutir í geymslum ennþá gildi? Er gildið þá fjárhagslegt, sagnfræðilegt eða jafnvel tilfinningalegt? Getur geymsla orðið safn?

Sviðslistahópurinn Slembilukka ætlar nú að gramsa í geymslum landsins til þess að komast að því hvað fólk geymir og af hverju. Hlutunum sem þær finna verður svo komið fyrir á vísum stað, fyrir allra augum, í Borgarleikhúsinu.

Í geymslum liggja hlutir í dvala, en eru þó á vísum stað.

Höfundar og þátttakendur eru Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Eygló Höskuldsdóttir Viborg og Laufey Haraldsdóttir.


Gagnrýni

Þær hafa góðan sviðssjarma og ná auðveldlega að heilla áhorfendur með vangaveltum sínum.

S.B.H. Mbl

Flutningur Eyglóar á „Lofsöngnum“ (-) var síðan stórkostlegur endapunktur á frábærri sýningu.


Leikarar

  • Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
  • Eygló Höskuldsdóttir Viborg
  • Laufey Haraldsdóttir