Borgarleikhúsið

Allt sem er frábært

 • Litla sviðið
 • 1 klst. og 30 mín., ekkert hlé
 • Verð: 6.950 kr.
 • Sýningum lokið

SBH. Mbl

Allt sem er frábært fær fólk til að hlæja þar til það skilur loks hvers vegna það grætur! Hvernig bregst ungur sonur við myrkum hugsunum móður sinnar?

Allt sem er frábært

Gleðileikur um depurð

Allt sem er frábært fær fólk til að hlæja þar til það skilur loks hvers vegna það grætur! Hvernig bregst ungur sonur við myrkum hugsunum móður sinnar? Hann býr auðvitað til lista yfir allt sem er frábært í heiminum og gerir lífið þess virði að lifa því: Rjómaís, guli liturinn, kung fu-myndir, vatnsslagur, mega horfa fram eftir á sjónvarpið, fólk að detta, rússíbani ... Tuttugu árum síðar er listi unga drengsins í fullu gildi og hefur lengst svo um munar - í ævilanga áminningu um það að gleði er ekki síst að finna í hlutum sem virðast léttvægir. 

Valur Freyr Einarsson stendur einn á sviðinu í hlutverki manns sem gerir atlögu að depurðinni og lífsleiðanum, með aðstoð áhorfenda og listann góða að vopni, og segir í leiðinni hrífandi sögu af ást, sorg og ís með dýfu. Höfundur er Duncan Macmillan, sá hinn sami og skrifaði verkin Andaðu og Fólk, staðir og hlutir sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Þetta einfalda en snjalla verk hefur verið sett á svið víða um heim og hlotið gríðarlega góðar viðtökur gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda og birtist hér í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur. 

Stikla

 • /media/allt-sem-er-frabaert/20180906-_dsc3421.jpg
 • /media/allt-sem-er-frabaert/20180906-_dsc3947.jpg
 • /media/allt-sem-er-frabaert/20180906-_dsc3898.jpg
 • /media/allt-sem-er-frabaert/20180906-_dsc3746.jpg
 • /media/allt-sem-er-frabaert/20180906-_dsc4248.jpg
 • /media/allt-sem-er-frabaert/20180906-_dsc4352.jpg
 • /media/allt-sem-er-frabaert/20180906-_dsc4995.jpg
 • /media/allt-sem-er-frabaert/20180906-_dsc5056.jpg

Gagnrýni

Valur Freyr er eins og fiskur í vatni í þessari sýningu þar sem hann leikur, syngur og dansar léttilega í gegnum vandmeðfarinn efniviðinn.

SBH. Morgunblaðið.

Ofarlega á listann minn yfir það sem gerir lífið þess að virði að lifa því er að hafa tekið þátt í sýningunni „ Allt sem er frábært“ í Borgarleikhúsinu.

MK. Víðsjá.

Hugnæm sýning um grafalvarlegt málefni þar sem Valur Freyr sýnir krafta sína á sviðinu enn á ný.

SA. Fréttablaðið.


Leikarar

 • Valur Freyr Einarsson

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Duncan Macmillan
 • Þýðing

  Kristín Eiríksdóttir
 • Leikstjórn

  Ólafur Egill Egilsson
 • Leikmynd og búningar

  Brynja Björnsdóttir
 • Lýsing

  Þórður Orri Pétursson
 • Hljóð

  Baldvin Þór Magnússon
 • Aðstoðarleikstjórn

  Hlynur Páll Pálsson