Borgarleikhúsið

And Björk, of course…

 • Nýja sviðið
 • Verð: 7600
 • Frumsýning 4. apríl 2024

And Björk, of course…

Leikritið And Björk, of course... eftir Þorvald Þorsteinsson er drepfyndinn og hrollvekjandi leiðangur um sjálfsmyndir einstaklinga og þjóðar. Nokkrar ólíkar persónur koma saman á sjálfshjálparnámskeiði til að finna sig, hreinsa til í sálarlífinu og verða betri manneskjur. Í gegnum miskunnarlausa leiki freista þau þess að ná stjórn á lífi sínu, finna tilgang og verða eitthvað annað og meira en vanmáttug og ein úti á ballarhafi. And Björk, of course... er sprenghlægilegt, óviðeigandi og óþægilegt. Verkið var fyrst frumsýnt í Borgarleikhúsinu árið 2002 í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og hlaut einróma lof gagnrýnenda.

Þorvaldur Þorsteinsson var myndlistarmaður og rithöfundur en fyrir utan leikritið And Björk, of course... er hann einna þekktastur fyrir barnaleikritið Skilaboðaskjóðan og bækurnar um Blíðfinn.

And Björk, of course... er gestasýning frá Leikfélagi Akureyrar. 

Leikarar

 • Urdur_bUrður Bergsdóttir
 • Davíð Þór Katrínarson
 • Eygló Hilmarsdóttir
 • Jón Gnarr
 • María Pálsdóttir
 • María Heba Þorkelsdóttir
 • Sverrir Þór Sverrisson

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Þorvaldur Þorsteinsson
 • Leikstjórn

  Gréta Kristín Ómarsdóttir
 • Leikmynd og búningar

  Brynja Björnsdóttir
 • Lýsing

  Ólafur Ágúst Stefánsson
 • Tónlist

  Axel Ingi Árnason og Pétur Karl Heiðarson
 • Hljóðmynd

  Gunnar Sigurbjörnsson