Borgarleikhúsið

And Björk, of course…

  • Nýja sviðið
  • Verð: 7600
  • Sýningar hefjast í apríl 2024
  • Væntanleg
  • Miðasala er ekki hafin á sýninguna And Björk, of course…. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.
  • Kaupa kort

And Björk, of course…

Leikritið And Björk, of course... eftir Þorvald Þorsteinsson er drepfyndinn og hrollvekjandi leiðangur um sjálfsmyndir einstaklinga og þjóðar. Nokkrar ólíkar persónur koma saman á sjálfshjálparnámskeiði til að finna sig, hreinsa til í sálarlífinu og verða betri manneskjur. Í gegnum miskunnarlausa leiki freista þau þess að ná stjórn á lífi sínu, finna tilgang og verða eitthvað annað og meira en vanmáttug og ein úti á ballarhafi. And Björk, of course... er sprenghlægilegt, óviðeigandi og óþægilegt. Verkið var fyrst frumsýnt í Borgarleikhúsinu árið 2002 í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og hlaut einróma lof gagnrýnenda.

Leikarar

  • Arna Magnea Danks
  • Davíð Þór Katrínarson
  • Eygló Hilmarsdóttir
  • Jón Gnarr
  • María Pálsdóttir
  • María Heba Þorkelsdóttir
  • Sverrir Þór Sverrisson

Listrænir stjórnendur

  • Höfundur

    Þorvaldur Þorsteinsson
  • Leikstjórn

    Gréta Kristín Ómarsdóttir
  • Leikmynd og búningar

    Brynja Björnsdóttir
  • Lýsing

    Ólafur Ágúst Stefánsson
  • Tónlist

    Axel Ingi Árnason og Pétur Kári Heiðarson
  • Hljóðmynd

    Gunnar Sigurbjörnsson