Þetta byrjar allt með myndaalbúmi sem sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson keypti á flóamarkaði í Belgíu. Við þekkjum ekki fólkið á myndunum og það er ráðgáta af hverju albúmið var til sölu.

Club Romantica

Hvað varð eiginlega um konuna á myndinni?

Þetta byrjar allt með myndaalbúmi sem sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson keypti á flóamarkaði í Belgíu. Við þekkjum ekki fólkið á myndunum og það er ráðgáta af hverju albúmið var til sölu. Var því stolið? Týndist það? Var því kannski hent? Það eina sem við vitum er að belgísk kona fór í frí til Mallorca fyrir 40 árum, drakk sangría, fór á ströndina, sigldi á hjólabát og tók myndir af sér og vinkonu sinni.

Eftir tíu ára umhugsun hefur Friðgeir loks ákveðið að reyna að hafa uppi á réttmætum eiganda albúmsins og skila því. En þá þarf hann að leggjast í umfangsmikla rannsóknarvinnu, átta sig á tengslum persónanna á myndunum og hugsanlegum örlögum þeirra.

Í Club Romantica kynnir Friðgeir fólkið á myndunum fyrir áhorfendum, segir sögu þess og sviptir hulunni af því hvað varð um þessa belgísku konu. Í leiðinni veltir hann fyrir sér hvað verður um myndaalbúm og minningar okkar þegar við hverfum af sjónarsviðinu. Hver mun segja okkar sögu? Mun einhver muna eftir okkur eftir 40 ár? Með Friðgeiri á sviðinu verður tónlistarmaðurinn Snorri Helgason sem semur tónlist sérstaklega fyrir verkið. 

Friðgeir Einarsson hefur starfað með hópum á borð við Kriðpleir, Sextán elskendur og Íslenska dansflokkinn. Hann hefur einnig gefið út tvær bækur, smásagnasafnið „Takk fyrir að láta mig vita“ og skáldsöguna „Formaður húsfélagsins.“

Club Romantica fékk Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins árið 2019 og var auk þess tilnefnt til þriggja annarra verðlauna; sýning ársins, Pétur Ármannsson sem leikstjóri ársins og Snorri Helgason fyrir tónlist ársins.

Í samstarfi við leikhópinn Abendshow.

Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti - Leiklistarráði.

 • /media/club-romantica/c.r.-run-through-6.jpg
 • /media/club-romantica/c.r.-run-through-4.jpg
 • /media/club-romantica/c.r.-run-through-2.jpg
 • /media/club-romantica/c.r.-run-through-1.jpg
 • /media/club-romantica/run-through-no2-69.jpg

Gagnrýni

Frásögn Friðgeirs nær að snerta ótalmargar taugar. Hún er í senn fyndin, hjartnæm, spennandi og persónuleg.

ÞSH. Víðsjá.

Niðurstaðan er ein besta sýning þessa leikárs.

SJ. Fréttablaðið.

Einlægur áhugi Friðgeirs á rannsóknarefni sínu og heillandi framsetning hefur smitandi áhrif á áhorfendur sem deila eðlilega forvitni hans. Hér er á ferðinni forvitnileg sýning, sem vekur fleiri spurningar en hún svarar.

SBH. Morgunblaðið.


Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Friðgeir Einarsson
 • Leikstjórn

  Pétur Ármannsson
 • Leikmynd og búningar

  Brynja Björnsdóttir
 • Danshöfundur

  Ásrún Magnúsdóttir

 • Lýsing

  Ólafur Ágúst Stefánsson

 • Tónlist

  Snorri Helgason

 • Hljóð

  Baldvin Þór Magnússon

Leikarar

 • /media/leikarar/fridgeir-einarsson.jpgFriðgeir Einarsson
 • /media/leikarar/snorri-helgason.jpgSnorri Helgason

Ríkharður III

Ríkharður III er eitt af fyrstu leikritum Shakespeares og var frumflutt fyrir meira en fjögur hundruð árum. Samt hefur það ekki á nokkurn hátt misst gildi sitt, síst af öllu núna þegar siðmenning og mannúð eiga undir högg að sækja.

Nánar

Kæra Jelena

Hópur kraftmikilla og sjarmerandi nemenda kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið.

Nánar