Borgarleikhúsið

Deleríum búbónis

  • Stóra sviðið
  • 2:30 með einu hléi
  • Verð: 9.900

Deleríum búbónis

Sígild perla aftur á svið!

Jólin eru á næsta leiti og Ægir Ó. Ægis forstjóri og mágur hans Jafnvægismálaráðherrann sjá fram á stórgróða vegna einkaleyfis þeirra á innflutningi á jólatrjám og ávöxtum. En það er í mörg horn að líta hjá forstjórahjónunum Ægi og Pálínu. Frumsýning á ballettinum Djákninn á Myrká stendur fyrir dyrum í Iðnó, kostaður af forstjóranum, þar sem Guðrún dóttir þeirra fer með aðalhlutverkið. Pálína þráir ekkert heitar en að mæta á frumsýninguna á bílnúmerinu R-9, enda eru það bara plebbar sem eiga hærra bílnúmer. Dægurlagahöfundurinn Leifur og atómskáldið Unndór Andmar takast á um ástir Guðrúnar. Sigga sviðsmaður vonar að sýningin hrynji ekki öll í gröf djáknans. Mælirinn gengur hjá leigubílstjóranum Gunnari Hámundarsyni, og hinn slóttugi Einar í Einiberjarunni reynist erfiður ljár í þúfu. Þegar skip Ægis og ráðherrans með öllum herlegheitum jólanna er sett í sóttkví vegna skæðs faraldurs – Deleríum búbónis – þurfa mágarnir að taka á öllum sínum spillingarráðum.

Deleríum búbónis er ein af perlum íslensks leikhúss, dásamlegur gamansöngleikur með pólitísku biti, fullur af sígildum lögum bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona.


Söngur jólasveinanna:

Saga Deleríum búbónis og tónlistin

Söngur jólasveinanna

Gagnrýni

Þetta er dásamlegt verk og Bergur Þór sýnir fram á að það var ómaksins vert að dusta af því rykið. Sýningin frá 1959 (sem ég sá með pabba og mömmu) var sýnd 150 sinnum. Ég spái þessari sömu tölu – að minnsta kosti.

S.A. Tmm.is

Hér smellur allt saman, búningar, hljóð, lýsing og leikur svo á sviðinu verður til heimur í hnotskurn, fullkominn og einstakur í sínu en samt með boðskap til áhorfenda.

S.S. Lifðu núna

Leikarar

  • Ásthildur Úa Sigurðardóttir
  • Björn Stefánsson
  • Esther Talía Casey
  • Haraldur Ari Stefánsson
  • Halldór Gylfason
  • Sigurður Þór Óskarsson
  • Sólveig Guðmundsdóttir
  • Valur Freyr Einarsson
  • Vilhelm Neto

Listrænir stjórnendur

  • Höfundar

    Jónas og Jón Múli Árnasynir
  • Leikstjórn

    Bergur Þór Ingólfsson
  • Danshöfundur

    Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
  • Tónlistarstjórn

    Agnar Már Magnússon
  • Leikmynd

    Heimir Sverrisson
  • Búningar

    Stefanía Adolfsdóttir
  • Lýsing

    Gunnar Hildimar Halldórsson
  • Hljóðmynd

    Þorbjörn Steingrímsson
  • Leikgervi

    Guðbjörg Ívarsdóttir
  • Hljómsveit

    Agnar Már Magnússon

    Matthías Hemstock

    Nicolas Moreaux

    Sigurður Flosason