Borgarleikhúsið

Ég hleyp

 • Litla sviðið
 • Verð: 6.950 kr.
 • Frumsýning febrúar 2022
 • Væntanleg
 • Miðasala er ekki hafin á sýninguna Ég hleyp. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.

Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir barnsmissi. Hann hleypur og hleypur og getur ekki hætt. Hann getur ekki höndlað sorgina með öðrum hætti, á hlaupunum finnst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. 

Ég hleyp

Hvar endarðu ef þú heldur bara áfram að hlaupa?

Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir barnsmissi. Hann hleypur og hleypur og getur ekki hætt. Hann getur ekki höndlað sorgina með öðrum hætti, á hlaupunum finnst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. Þannig getur hann tjáð sig um missinn, ranglætið og varnarleysið sem hrjáir hann. Á hlaupum getur hann sagt frá líðan sinni og tilfinningum, sem mörgum karlmönnum reynist erfitt.

Line Mørkeby er eitt fremsta leikskáld Danmerkur og í þessu áleitna leikriti leitar höfundurinn svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir barnsmissi. Textinn er rytmískur, knappur og tilfinningaríkur og ferðalagið óvenjulegt, átakanlegt og heillandi í senn. Gísli Örn Garðarsson er einn á sviðinu og hleypur í gegnum sálarangist aðalpersónunnar í leikstjórn Hörpu Arnardóttur. 

Leikarar

 • /media/eg-hleyp/gisli-orrn-web.jpgGísli Örn Garðarsson

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Line Mørkeby

 • Þýðandi

  Auður Ava Ólafsdóttir

 • Leikstjórn

  Harpa Arnardóttir

 • Leikmynd

  Börkur Jónsson

 • Búningar

  Filippía Elísdóttir
 • Hljóð

  Garðar Borgþórsson

 • Leikgervi

  Elín S. Gísladóttir

 • Hljóðmynd

  Ísidór Jökull Bjarnason
 • Aðstoð við texta

  Aron Már Ólafsson