Ég hleyp

 • Nýja sviðið
 • Frumsýnt 23. apríl 2020
 • Væntanleg

Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir barnsmissi. Hann hleypur og hleypur og getur ekki hætt. Hann getur ekki höndlað sorgina með öðrum hætti, á hlaupunum finnst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. 

Ég hleyp

Hvar endarðu ef þú heldur bara áfram að hlaupa?

Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir barnsmissi. Hann hleypur og hleypur og getur ekki hætt. Hann getur ekki höndlað sorgina með öðrum hætti, á hlaupunum finnst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. Þannig getur hann tjáð sig um missinn, ranglætið og varnarleysið sem angrar hann. Á hlaupum getur hann sagt frá líðan sinni og tilfinningum, sem er ekki sterkasta hlið margra karlmanna.

Line Mørkeby er eitt fremsta leikskáld Danmerkur og í þessu áleitna leikriti leitar höfundurinn svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir barnsmissi. Textinn er ryþmískur, knappur og tilfinningaríkur og ferðalagið óvenjulegt, átakanlegt og heillandi í senn. Gísli Örn Garðarsson er einn á sviðinu og hleypur í gegnum sálarangist aðalpersónunnar.

Tekjur Gísla Arnar af sýningunni renna til samtakanna Nýrrar dögunar, Bergsins, Ljónshjarta og Dropans.

„Ég ólst upp í fimleikum, þar sem æfingarnar á hverju áhaldi taka um 40 sekúndur. Ég hef aldrei hlaupið af neinu viti. Ég veit í raun fátt leiðinlegra eða erfiðara. Ég hef ekki eirð í mér til þess. Svo sé ég alla sem eru að hlaupa til að styrkja hin ýmsu málefni og ég dáist að öllu þessu fólki sem leggur þetta á sig. Og ekki síst fyrir samtalið sem það býr til um hvernig hvert áfall hefur áhrif á svo marga. Ég hef reynt það á eigin skinni og eftir því sem maður verður eldri, skilur maður betur mikilvægi þess að geta talað við aðra um hvað sem er sem hrjáir mann. Það er líklega eina leiðin til raunverulegs sálarfrelsis. Vonandi verða drengir framtíðarinnar betri í þessu en okkar kynslóð. Það er a.m.k. von mín að þessi sýning verði lóð á þær vogaskálar og um leið að hún geti stutt við samtök sem geta notið góðs af því. Mér reiknast til að ég hlaupi 10 - 12 km á hverri sýningu. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.“
- Gísli Örn Garðarsson

Leikarar

 • /media/eg-hleyp/gisli-orrn-web.jpgGísli Örn Garðarsson

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Line Mørkeby

 • Þýðing

  Auður Ava Ólafsdóttir

 • Leikstjórn

  Baldvin Z

 • Leikmynd

  Börkur Jónson

 • Lýsing

  Þórður Orri Pétursson

 • Tónlist

  Herra Hnetusmjör

 • Leikgervi

  Elín S. Gísladóttir

 • Hljóð

  Garðar Borgþórsson

Veisla

Það er bara ekkert skemmtilegra en gott partý! Geggjuð stemmning, vinir í glasi, gjafir, bestu lögin spiluð hátt, gott slúður og grillaðar pylsur á miðnætti. En það er hægt að klúðra þessu. Kannski leigir maður of stóran sal eða velur of flókið þema. 

Nánar

Kæra Jelena

Hópur kraftmikilla og sjarmerandi nemenda kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið.

Nánar