Borgarleikhúsið

Ein komst undan

 • Litla sviðið
 • 1 klst, ekki hlé
 • Verð: 6.950 kr.
 • Sýningum lokið

 • Sýningum á Ein komst undan er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
 • Kaupa miða Panta mat

Ein komst undan

Teboð og tortíming


Á ljúfu síðdegi sitja fjórar nágrannakonur í bakgarði einnar þeirra og ræða allt milli himins og jarðar: sápuóperur, barnabörnin, horfnar hverfisverslanir, drauma um að fljúga og óstjórnlegan ótta við ketti. Undir broslegum hversdeginum krauma leyndarmál og sársauki langrar ævi og allt um kring leynist yfirvofandi – eða jafnvel afstaðinn – heimsendir. Með einstökum húmor rennur teboð saman við hörmungar og náttúruhamfarir, sem eru jafn skelfilegar og þær eru kostulegar og staðfesta þau orð leikskáldsins Samuel Beckett að ekkert sé fyndnara en óhamingjan.

Caryl Churchill (f. 1938) er eitt helsta og afkastamesta leikskáld Breta síðustu áratuga, en eftir hana liggja á sjötta tug leikverka fyrir svið, útvarp og sjónvarp. Ein komst undan er skrifað fyrir fjórar leikkonur sem allar eru að minnsta kosti sjötugar og þar eru sögur eldri kvenna í forgrunni, kvenna sem hafa staðið af sér áföll og árekstra í heimi sem virðist stöðugt á heljarþröm. Í þessu magnaða verki sameina fjórar af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar krafta sína, þær Edda Björgvinsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Ákadóttir og Margrét Guðmundsdóttir, í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur.

Gagnrýni

„Ein komst undan er magnað verk og afskaplega gaman að sjá það í flutningi þessara stórleikkvenna.“

D.K. Hugrás

„Það var hrikalega gaman að sjá þær kankast á, hlæja, þrefa og gráta saman leikkonurnar“

S.A. Tmm.is

Ein komst undan er listrænn sigur sem hver leikhúsunnandi ætti að gæta þess að missa ekki af.

Þ.T. MblLeikarar

 • Edda Björgvinsdóttir
 • Kristbjörg Kjeld
 • Margrét Guðmundsdóttir
 • Margrét Ákadóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Caryl Churchill
 • Þýðandi

  Kristín Eiríksdóttir
 • Leikstjórn

  Kristín Jóhannesdóttir
 • Tónlist

  Garðar Borgþórsson
 • Leikmynd

  Egill Ingibergsson
  Móeiður Helgadóttir
 • Búningar

  Stefanía Adolfsdóttir
 • Lýsing

  Egill Ingibergsson
  Móeiður Helgadóttir
 • Leikgervi

  Guðbjörg Ívarsdóttir