Hysterísk stórleikkona hefur lokað sig af á heimili sínu og neitar að fara út á meðal fólks. Einóður maður hennar,sem vinnur í eftirlitsiðnaðinum, er fastur í sinni þráhyggju. Í dyrnar koma óboðnir gestir, m.a. ungur maður, sem dáð hefur leikkonuna frá barnsaldri. Móðir hans kemur einnig við sögu, og ennfremur fyrirsæta, sem minnir hana óþægilega á fortíðina.
Með aðalhlutverk fer Kristbjörg Kjeld. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir.
Einhver í dyrunum er á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000.
Kolbrún, fyrrverandi leikkona: Kristbjörg Kjeld
Baldur, maður hennar, vinnur í eftirlitsiðnaðinum: Sigurður Karlsson
Vigdís, hjúkrunarkona, síðast hjá Rauða Krossinum: Edda Björgvinsdóttir
Vilmar, sonur Vigdísar: Björn Ingi Hilmarsson
Laufey, fyrirsæta: Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Utangáttaleikvera 1: Edda Björgvinsdóttir
Utangáttaleikvera 2: Björn Ingi Hilmarsson
Frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins 15. september 2000