Borgarleikhúsið

Eitruð lítil pilla

 • Stóra sviðið
 • 2 klst og 40 mínútur, Eitt hlé
 • Verð: 12.900
 • Sýningum lokið

S.B.H. Morgunblaðið

S.J.Heimildin

 • Sýningum á Eitruð lítil pilla er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
 • Kaupa miða Panta mat

Eitruð lítil pilla

Söngleikur Alanis Morissette

Söngleikurinn Eitruð lítil pilla byggir á tónlist af plötu Alanis Morissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins og einni söluhæstu hljómplötu allra tíma. Tónlist Alanis einkennist af óbeisluðum krafti og hráum og hnitmiðuðum textum. Lög á borð við „You Oughta Know“, „You Learn“ og „Ironic“ eru ótvírætt meðal helstu einkennislaga tíunda áratugarins.

Það er allt í himnalagi hjá Mary Jane. Eiginmaðurinn Steve er í góðri stöðu, sonurinn Nick var að komast inn í Harvard og dóttirin Frankie… tja… hún er svo skapandi og lífleg. Steve vinnur reyndar 60 tíma á viku, Nick er að bugast undan væntingunum sem til hans eru gerðar og Frankie reynir að fóta sig sem ættleidda tvíkynhneigða dóttir úthverfadrottningarinnar. En Mary Jane er í lagi. Þessar nokkru ópíóða töflur á dag eru bara til að slá rétt aðeins á sársaukann eftir bílslysið í fyrra. Smátt og smátt er farið að kvarnast upp úr fallegu fjölskyldumyndinni sem Mary Jane sendir með jólakortinu á hverju ári og áður en yfir lýkur þarf öll fjölskyldan að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir - óþægilegar staðreyndir sem eru kannski grundvöllur lífsins þegar betur er að gáð.


Myndir af æfingu


Gagnrýni

„Eitruð lítil pilla er hrá og kröftug sýning sem talar sterkt til samfélagsins. Af þeim sökum ætti enginn að láta þessa úrvalssýningu framhjá sér fara.”

S.B.H., Morgunblaðið

„Verður að hrósa leikhópnum fyrir glæsilega frammistöðu. Sérdeilis ánægjulegt er að sjá þá miklu breidd sem í hópnum birtist allt frá reynsluboltanum Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur til ungstirnisins Ránar Ragnarsdóttur.”

S.B.H., Morgunblaðið

„En þó umfjöllunarefnið sé þungt þá er stórt hjarta í þessari sýningu, mikill húmor og sprúðlandi leikgleði.”

S.B.H., Morgunblaðið

„Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikstýrir uppfærslunni af miklu öryggi og hefur augljóslega næmt auga fyrir sjónrænni útfærslu sem nýtist vel á Stóra sviði Borgarleikhússins.”

S.B.H., Morgunblaðið

„Eftir alltof langa fjarveru snýr Jóhanna Vigdís Arnardóttir aftur í leikhúsið, á stóra sviðið þar sem hún á heima. Þvílík endurkoma! Hún hefur engu gleymt og staðfestir stöðu sína sem söngleikjadrottning Íslands, jafnvel þótt víðar væri leitað. Slíkur er krafturinn, nærveran og söngurinn, á heimsmælikvarða."

S.J., Heimildin

„Sterk umgjörðin er svo fullkomnuð með búningahönnun Karenar Briem sem er tímalaus og úthugsuð fyrir hverja persónu."

N.H., Víðsjá

„Íris Tanja er algjör senuþjófur í hlutverki Jo.. gefur mikið af sér bæði í leik og söng.”

G.B., Hugrás

„Unnið með glæsibrag úr mögnuðum efnivið”

S.S., Lifðu núna


Lifum, lærum úr sýningunni

Spila lag Færð að sjá (You Oughta Know)

Leikarar

 • Aldís Amah HamiltonFrankie Healy
 • Jóhanna Vigdís ArnardóttirMary Jane Healy
 • Birna Pétursdóttir
 • Rán RagnarsdóttirBella
 • Esther Talía CaseyKennari/móðir
 • Hannes Þór Egilsson
 • Haraldur Ari StefánssonPhoenix
 • Hákon JóhannessonCharlie
 • Íris Tanja FlygenringJo
 • Marinó Máni Mabazza
 • Rakel Ýr StefánsdóttirLilly
 • Sigurður IngvarssonNick Healy
 • Sölvi DýrfjörðAndrew
 • Valur Freyr EinarssonSteve Healy
 • Védís Kjartansdóttir

Listrænir stjórnendur