Elly


Frumsýning
Mars 2017    
Lengd
2 klst. & 30 mín.    
Hlé
Eitt hlé    
Svið
Stóra svið    
Verð
6.950 kr    

Myndir úr sýningunni

Hver var hún þessi kona sem heillaði karlmenn á skemmtistöðum, vakti afbrýðisemi kvenna, gekk þrisvar í hjónaband, drakk snákablóð og smyglaði forboðnum apa til Íslands?  

Elly Vilhjálms bjó yfir óræðri dulúð og töfraði marga með söng sínum og leiftrandi persónuleika. Hún var á sínum tíma vinsælasta söngkona þjóðarinnar og það sem hún skilur eftir sig er með því besta sem til er í íslenskri dægurtónlist. Söngurinn var fágaður, túlkunin hógvær og ígrunduð, röddin silkimjúk og hlý.  En líf hennar varð stundum efni í sögusagnir og slúður sem hún hirti lítið um að svara því Elly var dul og forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna. 

Borgarleikhúsið setur á svið splunkunýtt leikrit með söngvum um þessa dáðu söngkonu undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar. 

Úrvalslið leikara og tónlistarmanna tekur þátt í sýningunni. 

Í samstarfi við Vesturport 


Úr gagnrýni um sýninguna:

“Katrín Halldóra lagði salinn að fótum sér” – MK. Víðsjá.

“Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikur sér auðvitað að því að vinda sér úr einu gervinu í annað” – MK. Víðsjá.

“Það er hins vegar Björvin Franz Gíslason sem túlkar m.a. bæði Ragnar Bjarnason og Vilhjálm Vilhjálmsson sem vinnur eftirminnilegan leiksigur” – MK. Víðsjá.

“... hreinlega afrek hvað þeim tekst að gera sér mikinn mat úr efniviðnum og skapa lifandi persónur” – SBH. Morgunblaðið.

“Tónlistin er notuð á snilldarlegan hátt til þess að skapa réttu stemmninguna” – SBH. Morgunblaðið.

“Gísli Örn heldur síðan utan um alla þræði af miklu öryggi og sterkri listrænni sýn” – SBH. Morgunblaðið.

“Hjörtur er góður í hlutverki Svavars, skemmtilega vandræðalegur á sama tíma og hann er launfyndinn” – SBH. Morgunblaðið.

“Rýnir á hreinlega ekki nógu sterkt orð til að lýsa magnaðri túlkun Katrínar á Elly” – SBH. Morgunblaðið.

“Silkimjúk, hljómfögur og tær söngrödd Katrínar gefur Elly ekkert eftir” – SBH. Morgunblaðið.

“Höfundar bregða á það bráðsniðuga ráð að þræða þekktustu lög Ellyjar í gegnum sýninguna og gefa þeimnýja dýpt með því að tengja þau við atburði í lífi hennar” – SJ. Fréttablaðið.

“Búningahönnun Stefaníu Adolfsdóttur er bæði metnaðarfull og einstaklega vel heppnuð” – SJ. Fréttablaðið. 

“Nauðsynlegt er líka að hrósa leikgervum Árdísar Bjarnþórsdóttur og þá sérstaklega hárgreiðslum Ellyjar” – SJ. Fréttablaðið.

“Hljóðvinnsla Garðars Borgþórssonar er einnig virkilega vel framkvæmd og mikilvægur þáttur í sýningunni” – SJ. Fréttablaðið.

“Meginstraumsleikhús eins og það gerist best og enginn svikinn af þessari skemmtun” – BS. Kastljós.