Elly


Frumsýning
Mars 2017    
Lengd
2 klst. & 30 mín.    
Hlé
Eitt hlé    
Svið
Nýja sviðið    
Tegund
Söngleikur    
Verð
6500 kr    

Myndir úr sýningunni

Ath. Á sýningunni er frjálst sætaval, setið er við lítil hringborð og auk þess í stúkusætum. 

Hver var hún þessi kona sem heillaði karlmenn á skemmtistöðum, vakti afbrýðisemi kvenna, gekk þrisvar í hjónaband, drakk snákablóð og smyglaði forboðnum apa til Íslands?  

Elly Vilhjálms bjó yfir óræðri dulúð og töfraði marga með söng sínum og leiftrandi persónuleika. Hún var á sínum tíma vinsælasta söngkona þjóðarinnar og það sem hún skilur eftir sig er með því besta sem til er í íslenskri dægurtónlist. Söngurinn var fágaður, túlkunin hógvær og ígrunduð, röddin silkimjúk og hlý.  En líf hennar varð stundum efni í sögusagnir og slúður sem hún hirti lítið um að svara því Elly var dul og forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna. 

Borgarleikhúsið setur á svið splunkunýtt leikrit með söngvum um þessa dáðu söngkonu undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar. 

Úrvalslið leikara og tónlistarmanna tekur þátt í sýningunni. 

Í samstarfi við Vesturport