Borgarleikhúsið

Fíasól gefst aldrei upp

 • Stóra sviðið
 • 2:20 með hléi
 • Verð: 6500
 • Frumsýning 2. desember

S.J. Heimildin

Þ.T. Morgunblaðið

Fíasól gefst aldrei upp

Hún er óstöðvandi gleðisprengja, full af orku en stundum löt, skarpgreind en fljótfær og svo hugmyndarík að foreldrum hennar stendur hreinlega ekki alltaf á sama. Stelpuskottið Fíasól er fyrir löngu orðin sígild í íslenskri bókmenntasögu og á sér aðdáendur á öllum aldri. 

Í vetur stígur hún loks á Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í nýrri leikgerð sem byggir á rómuðum skáldverkum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Hér fá áhorfendur að hitta systur Fíusólar og foreldra, ömmu og afa, besta vininn Ingólf Gauk, kennarann, alla krakkana í bekknum og síðast en ekki síst lata kjölturakkann Jensínu. Það gengur á ýmsu bæði í skólanum og á heimilinu þegar Fíasól ákveður að hafa tækjalausan dag og ekki síður þegar hrekkjavakan nálgast en þegar mamma heldur að þau pabbi geti bara lagt sumarhýru Fíasólar inn á bankabók verður nú fyrst allt vitlaust og Fíasól stofnar hjálparsveit barna. Eins og Fíasól segir sjálf þá er ekki alltaf gott að vita hvort hugmyndir séu góðar eða slæmar þegar þær koma upp í kollinn!

Leikstjórinn Þórunn Arna Kristjánsdóttir leiðir hér úrvals lið leikara og stóran og kraftmikinn barnahóp í nýjum fjölskyldusöngleik með frumsaminni tónlist hins góðkunna Braga Valdimars Skúlasonar.

Fíasól gefst aldrei upp er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.  

Stikla

Baráttusöngurinn - horfaLeikmyndinBúningarnir

Bakvið tjöldin með leikhópnum

Gagnrýni

Uppljómuð af gleðiblandinni ástríðu og einlægni sem er ekki hægt að falsa.

S.J. Heimildin

Sprúðlandi fjörug sýning.

Þ.T. Morgunblaðið

Nýjar stjörnur fæddar.

S.A. Lestrarklefinn

Hildur Kristín Kristjánsdóttir sigraði fljótt hug og hjörtu barnanna í salnum.

T.Ó. Víðsjá

Það er lofsvert að svo vel sé gert við börnin því að þau munu leikhúsið erfa.

Hugrás

Viktoría Dalitso Þráinsdóttir var óstöðvandi í öllu sínu framferði í leik, söng og dansi.

Þ.T. Morgunblaðið

Fíasól gefst aldrei upp...lýsti upp skammdegið í bráðskemmtilegum íslenskum barnasöngleik þar sem unga fólkið fékk að skína

S.J. Heimildin

Leikarar

 • Bergur Þór Ingólfsson
 • Birna Pétursdóttir
 • Jörundur Ragnarsson
 • Rakel Ýr Stefánsdóttir
 • Sigrún Edda Björnsdóttir
 • Sveinn Ólafur Gunnarsson
 • Sölvi Dýrfjörð
 • Vilhelm Neto
 • Auðunn Sölvi Hugason
 • Auður Óttarsdóttir
 • Bríet Sóley Valgeirsdóttir
 • Garðar Eyberg Arason
 • Guðmundur Brynjar Bergsson
 • Guðný Þórarinsdóttir
 • Gunnar Erik Snorrason
 • Heiðrún Han Duong
 • Hildur Kristín Kristjánsdóttir
 • Hlynur Atli Harðarson
 • Jakob Steinsen
 • Kolbrún Helga Friðriksdóttir
 • Kristín Þórdís Guðjónsdóttir
 • Oktavía Gunnarsdóttir
 • Óttar Kjerulf Þorvarðarson
 • Rafney Birna Guðmundsdóttir
 • Rebecca Lív Biraghi
 • Sigurður Hilmar Brynjólfsson
 • Stormur Björnsson
 • Viktoría Dalitso Þráinsdóttir
 • Þyrí Úlfsdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Kristín Helga Gunnarsdóttir
 • Leikgerð

  Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir
 • Leikstjórn

   Þórunn Arna Kristjánsdóttir
 • Tónlist og söngtextar

  Bragi Valdimar Skúlason
 • Danshöfundur

  Valgerður Rúnarsdóttir
 • Tónlistarstjórn

  Karl Olgeirsson
 • Leikmynd

 • Búningar

 • Lýsing

 • Hljóðmynd

  Þorbjörn Steingrímsson
 • Leikgervi

  Elín S. Gísladóttir