Borgarleikhúsið

Fílalag

  • Litla sviðið
  • Verð: 5.500 kr.
  • Sýningum lokið

Bergur Ebbi á að baki langan feril sem rithöfundur, uppistandari og fyrirlesari og Snorri Helgason sem starfað hefur sem tónlistarmaður í hálfan annan áratug og á að baki fjölmargar sólóplötur og leikhúsverkefni. 

Fílalag

Dægurlag krufið til mergjar

Bergur Ebbi á að baki langan feril sem rithöfundur, uppistandari og fyrirlesari og Snorri Helgason sem starfað hefur sem tónlistarmaður í hálfan annan áratug og á að baki fjölmargar sólóplötur og leikhúsverkefni.

Saman hafa þeir gefið út hlaðvarpið Fílalag frá árinu 2014 og eru þættirnir orðnir á þriðja hundrað talsins og uppsöfnuð hlustun um milljón spilanir. Nú gefst áhorfendum færi á að sjá þessa tvo skemmtilegu listamenn fíla lag á sviði. Fílalag fjallar um tónlist – hver sýning gengur út að kryfja eitt dægurlag til mergjar – en leiðin að kjarna tónlistarinnar liggur í gegnum alla dægurmenninguna og dýpri þætti tilverunnar. Leikhúsgestir eiga von á ferðalagi með reyndum sviðslistamönnum og er hver sýning einstök, enda nýtt lag tekið fyrir í hvert sinn.

Leikarar

  • Bergur Ebbi
  • Snorri Helgason

Listrænir stjórnendur

  • Höfundar og flytjendur

    Bergur Ebbi
    Snorri Helgason