Góða ferð inn í gömul sár
- Nýja sviðið
- Verð: 7200
- Frumsýning 4. febrúar 2023
- Væntanleg
Góða ferð inn í gömul sár
Góða ferð inn í gömul sár er nýtt verk eftir annað af fráfarandi leikskáldum Borgarleikhússins, Evu Rún Snorradóttur. Þetta er þátttöku- og heimildaleikhús sem fjallar um HIV faraldurinn á níunda og tíunda áratugnum í Reykjavík.
Verkið er tvískipt en í fyrri hlutanum hlusta gestir í einrúmi á hljóðupptökur sem byggja meðal annars á viðtölum við aðstandendur þeirra sem veiktust og hjúkrunarfólk. Beint í kjölfarið, í síðari hlutanum er gestum boðið til veislu í Borgarleikhúsinu á Nýja sviðinu, þar sem við í sameiningu leitum leiða til að heila sárin.
Þessi áhrifamikla sýning fjallar um heimsfaraldur sem, ólíkt þeim sem nýverið geisaði, var sveipaður skömm og þaggaður niður.
Listrænir stjórnendur
Höfundur
Eva Rún SnorradóttirUmgjörð
Guðný Hrund SigurðardóttirLýsing
Hallur Már PéturssonHljóðmynd
Jón Örn Eiríksson