Borgarleikhúsið

Góða ferð inn í gömul sár

 • Nýja sviðið
 • Verð: 7200
 • Frumsýning 4. febrúar 2023
 • Væntanleg
 • Miðasala er ekki hafin á sýninguna Góða ferð inn í gömul sár. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.

Góða ferð inn í gömul sár

Góða ferð inn í gömul sár er nýtt verk eftir annað af fráfarandi leikskáldum Borgarleikhússins, Evu Rún Snorradóttur. Þetta er þátttöku- og heimildaleikhús sem fjallar um HIV faraldurinn á níunda og tíunda áratugnum í Reykjavík. 

Verkið er tvískipt en í fyrri hlutanum hlusta gestir í einrúmi á hljóðupptökur sem byggja meðal annars á viðtölum við aðstandendur þeirra sem veiktust og hjúkrunarfólk. Beint í kjölfarið, í síðari hlutanum er gestum boðið til veislu í Borgarleikhúsinu á Nýja sviðinu, þar sem við í sameiningu leitum leiða til að heila sárin. 

Þessi áhrifamikla sýning fjallar um heimsfaraldur sem, ólíkt þeim sem nýverið geisaði, var sveipaður skömm og þaggaður niður.


Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Eva Rún Snorradóttir
 • Umgjörð

  Guðný Hrund Sigurðardóttir
 • Lýsing

  Hallur Ingi Pétursson
 • Hljóðmynd

  Jón Örn Eiríksson