Stóra svið

Gosi

Sýningu lokið

Upp­lýs­ing­ar

Svið

Stóra svið

Lengd

1:30 klst

Verð

Trésmiðurinn Jafet kemst yfir talandi viðardrumb og fær þá hugmynd að smíða úr honum brúðu. Til verður spýtustrákurinn Gosi; forvitinn prakkari sem á erfitt með að feta hinn rétta veg. Í stað þess að hlýða föður sínum heldur hann á vit vafasamra ævintýra, kynnist talandi kribbu sem reynir að koma fyrir hann vitinu, lætur undirförulan kött og ref snúa á sig og þarf að ganga í gegnum alls konar hremmingar áður en hann kemst til þroska með dyggri hjálp bláhærðu dísarinnar.

Leikarar og tónlistarmenn sýna okkur þetta sígilda og ástsæla ævintýri um spýtustrákinn í nýjum og litríkum búningi. Leikstjóri sýningarinnar, Ágústa Skúladóttir, hefur leikstýrt fjölda barna og fjölskyldusýninga sem ávallt hafa notið mikilla vinsælda.

Sýningin hlaut Grímuverðlaun fyrir barnasýningu ársins á Grímuverðlaunahátíðinni 2020.

Frumsýning 23. febrúar 2020 á Litla sviði Borgarleikhússins.

Leikarar

Árni Þór Lárusson

Halldór Gylfason

Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Eiríkur Stephensen

Eyvindur Karlsson

Listrænir stjórnendur

Höfundur

Carlo Collodi / Ágústa Skúladóttir

Söngtextar

Karl Ágúst Úlfsson

Leikstjórn

Ágústa Skúladóttir

Leikmynd / búningar

Þórunn María Jónsdóttir

Lýsing

Þórður Orri Pétursson

Tónlist

Eiríkur Stephensen / Eyvindur Karlsson

Leikgervi

Þórunn María Jónsdóttir / Guðbjörg Ívarsdóttir

Hljóð

Þorbjörn Steingrímsson

Myndband

Elmar Þórarinsson

Leikari les - Haraldur Ari les sögu um Gosa
Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo