Hvernig tekst karlmönnum að kljást við þau fjölbreyttu vandamál sem hindrunarhlaup lífsins býður upp á? Hafa þeir tólin sem þörf er á eða er karlhlutverkið úrelt forrit sem þarf að uppfæra? Til að takast á við þessar spurningar um tilfinningalíf manna snýr sviðslistahópurinn Toxic Kings sjálfshjálparbók frá 1981 inn á við.
How to make Love to a Man verður því að hjálpartæki til að átta sig á því hvernig sé hægt að elska sjálfan sig þrátt fyrir eitrið, veikleikanna, bresti og brothætta hegðun.
Sýningin er meinfyndin mósaík um karlmennskuhlutverk nútímans. Sýningin er á íslensku.
Það hættulegasta í heiminum er niðurlægður karlmaður.
How to make love to a man er partur af Umbúðalausu verkefni Borgarleikhússins þar sem markmiðið er að styrkja grasrótarstarf í íslensku sviðslistalífi og efla tengsl nýrra sviðshöfunda við áhorfendur.