Borgarleikhúsið

HÚH!

 • Litla sviðið
 • 60 mín, ekkert hlé
 • Verð: 6.750 kr.
 • Sýningum lokið
 • Sýningum á HÚH! er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
 • Kaupa kort

Hver er ég? Er ég það sem ég held að ég sé? Eða það sem þú heldur að ég sé? Er ég kannski bara það sem ég held að þú haldir að ég sé? Í sturlaðri von um að vera nógu æðisleg, sexý, fyndin og þroskuð engjumst við um í baráttunni við ófullkomleikann. 

HÚH!

Hvað ef við erum ekki nógu fyndin, þroskuð, æðisleg og sexý?

Hver er ég? Er ég það sem ég held að ég sé? Eða það sem þú heldur að ég sé? Er ég kannski bara það sem ég held að þú haldir að ég sé? Í sturlaðri von um að vera nógu æðisleg, sexý, fyndin og þroskuð engjumst við um í baráttunni við ófullkomleikann. Við finnum fiðringinn þegar við hljótum viðurkenningu umhverfisins en fyllumst einmanaleika og skömm þegar við afhjúpum okkur. Er ég nógu góð? Er ég best? Er ég yfirhöfuð eitthvað án tungumáls, kyns, þjóðernis...og vegabréfs? HÚH!

Leikhópurinn RaTaTam hefur á skömmum tíma orðið þekktur fyrir afgerandi sýningar. Með hlýju, húmor, leik og tónlist skoðar hópurinn ófullkomleika mannsins, draumasjálfið, leyndarmál og landamæri; hvernig sjálfsmyndin þyrlast um allslaus og nakin í hrárri og skynlausri hreinskilni. Fyrri verk RaTaTam eru heimildasýningin Suss! sem byggði á reynslusögum fólks um heimilisofbeldi og Ahhh... verk um ástina sem gert var upp úr textum Elísabetar Jökulsdóttur og hefur leikhópurinn hlotið verðskuldaða viðurkenningu, tilnefningar og verðlaun auk þess hefur honum verið boðið á leiklistarhátíðir víðs vegar um Evrópu.

HÚH!

Verkið er styrkt af Leiklistarráði, Starfslaunasjóði listamanna og Reykjavíkurborg.

Leikarar

 • /media/leikarar/albert-halldorsson-web.jpgAlbert Halldórsson
 • /media/leikarar/gudmundur-ingi-web.jpgGuðmundur Ingi Þorvaldsson
 • Guðrún Bjarnadóttir
 • /media/leikarar/halldora-rut-web.jpgHalldóra Rut Baldursdóttir
 • /media/leikarar/hildur-magnusdottir-web.jpgHildur Magnúsdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Handrit

  RaTaTam
 • Leikstjórn

  Charlotte Bøving

 • Leikmynd, leikgervi & búningar

  Þórunn María Jónsdóttir

 • Lýsing

  Björn Bergsteinn Guðmundsson

 • Tónlist & hljóð

  Helgi Svavar Helgason og RaTaTam

 • Dramatúrg

  Stefán Ingvar Vigfússon

 • Framkvæmdastjóri:

  Halldóra Rut Baldursdóttir