Borgarleikhúsið

Hvíta tígrisdýrið

 • Litla sviðið
 • Frumsýning 7. janúar 2023

Hvíta tígrisdýrið

Gírastúlkan, Klakadrengurinn og Ósýnilega stúlkan búa uppi á háalofti undir ógnarstjórn Konunnar með kjólfaldinn. Þau dreymir um að komast burt, en lykillinn að frelsinu er vel falinn. Ekki bætir úr skák að Hvíta tígrisdýrið fylgist með hverri hreyfingu úr skuggunum. Hvíta tígrisdýrið er myrkt og táknrænt fjölskylduævintýri um það að vera innilokuð og minni máttar. Fæstar fjölskyldur eru fullkomnar og fullorðnir þykjast stundum mega koma fram við börn eins og þeim hentar, en hvað gerist þegar börnin svara fyrir sig?

Sýningin er fyrir gesti frá sex ára aldri en hentar einnig þeim allra hugrökkustu undir sex ára.

Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði, Launasjóði listamanna og Borgarsjóði. 

Leikarar

 • Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir
 • Jökull Smári Jakobsson
 • Laufey Haraldsdóttir
 • Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
 • Leikstjórn

  Guðmundur Felixson
 • Leikmynd og búningar

  Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
 • Tónskáld

  Eygló Höskuldsdóttir Viborg
 • Lýsing

  Guðmundur Felixson og Magnús Thorlacius
 • Aðstoðarleikstjórn

  Magnús Thorlacius
 • Framkvæmdastjórn

  Ragnheiður Maísól
 • Myndskreytingar á kynningarefni

  Pétur Atli Antonsson