Borgarleikhúsið

Jóladraumar

  • Nýja sviðið
  • Verð: 3.900

Jóladraumar

Undursamlegt dansævintýri fyrir börn á öllum aldri, eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur.

Í skóginum hittir stúlka ein ýmsar forvitnilegar verur og kannar með þeim merkingu hins töfrandi anda jólanna, hátíðar ljóssins.
Við sögu koma grautfúll gamall köttur, niðurlútt furutré, héri með stæl og skata í öllu sínu ilmandi veldi. Með sínu blíða hjarta og sterka vilja fær stúlkan drauma til að rætast á óvæntan hátt.