Litla svið

Jólaflækja

Sýningu lokið

Upp­lýs­ing­ar

Svið

Litla svið

Verð

Jólaflækja er falleg og fyndin barnasýning sem sýnd hefur verið á jólunum frá árinu 2016. Einar er alltaf einn. Líka á jólunum. En Einari leiðist aldrei. Hann finnur alltaf upp á einhverju til að gera einveruna áhugaverða. Kryddstaukar verða hljóðfæri og baunadósir dansa. Hann er hinsvegar mikill klaufabárður. Honum er til dæmis lífsins ómögulegt að elda jólahangikjötið án þess að umturna íbúðinni eða skreyta jólatréð án þess að vefja ljósaseríunni utan um sjálfan sig og festa sig við tréð með hangikjötið fast í hárinu. En þótt enginn pakki sé undir trénu deyr Einar ekki ráðalaus.

Sýningin var tilnefnd til Grímuverðlauna vorið 2017. Bergur Þór Ingólfsson hefur sett upp vinsælar og margverðlaunaðar barna- og fjölskyldusýningar eins og Horn á höfði, Galdrakarlinn í Oz, Mary Poppins, Billy Elliot og Hamlet litla. Í tuttugu ár hefur hann verið á bakvið nefið á trúðnum Úlfari en hér stekkur hann fram með nýja persónu, klaufabárðinn Einar.

Bráðfyndin barnasýning án orða á jólaföstunni.

Frumsýning 26. nóvember 2016 á Litla sviði Borgarleikhússins.

Leikarar

Bergur Þór Ingólfsson

Listrænir stjórnendur

Höfundur

Bergur Þór Ingólfsson

Leikstjórn

Bergur Þór Ingólfsson

Leikmynd / búningar

Móeiður Helgadóttir

Lýsing / tónlist

Garðar Borgþórsson

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo