Jólapartý Skoppu og Skrítlu!
Frumsýnt: 22. nóvember á Stóra sviðinu
Tónleikasýning fyrir alla fjölskylduna. Öll fjölskyldan kemst í jólaskap! Skoppa og Skrítla snúa aftur á leiksviðið og bjóða ykkur velkomin á glaðværa og hjartahlýja tónleikasýningu þar sem stuð og stemning mun ráða ríkjum! Með sér á svið fá þær glæsilega gestasöngvara sem setja sannkallaðan stjörnublæ á sýninguna – og tónlistin mun hreyfa við öllum, bæði litlum og stórum! Komdu með Skoppu og Skrítlu í fjörugt og spennandi jólapartý þar sem tónlist, gleði og töfrar jólanna fylla Borgarleikhúsið!
Með helstu hlutverk:
Linda Ásgeirsdóttir
Hrefna Hallgrímsdóttir
Vigdís Gunnarsdóttir
Viktor Már Bjarnason
Páll Óskar Hjálmtýsson
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
ásamt 18 syngjandi og dansandi glöðum börnum.
Vinsamlegast athugið að greiða þarf fyrir aðgöngumiða fyrir öll börn á sýningar og ekki er leyfilegt að sitja undir barni.