Kæra Jelena

 • Litla sviðið
 • Verð: 6.550 kr.
 • Frumsýnt 12. apríl 2019

Hópur kraftmikilla og sjarmerandi nemenda kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið.

Kæra Jelena

Kvöld sem breytir lífi þínu

Hópur kraftmikilla og sjarmerandi nemenda kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið. Þau standa öll á tímamótum, eru að klára menntaskólann og í þann mund að taka stóra skrefið út í lífið. En fljótlega komumst við að því að raunverulegi tilgangurinn er allt annar en að gleðja kennarann sinn. Við tekur hrikaleg atburðarás þar sem hlutirnir fara gjörsamlega úr böndunum. Í Kæru Jelenu takast á kynslóðir í verki sem spyr stórra spurninga um siðferðisleg mörk, einstaklingshyggju og hugsjónir.

Hvar liggja mörk okkar frá því að vera framagjörn og metnaðar-full yfir í að vera yfirgangssöm, ofbeldisfull og siðblind?

Ljúdmíla Razumovskaja skrifaði Kæru Jelenu árið 1980 og hófst þá sigurför um heiminn. Verkið  sló rækilega í gegn í Þjóðleikhúsinu fyrir tæpum 30 árum í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur sem Kristín Eiríksdóttir hefur yfirfarið til að færa það nær okkur bæði í stað og tíma.

Leikarar

 • Aron Már Ólafsson
 • HalldóraHalldóra Geirharðsdóttir
 • Haraldur Ari Stefánsson
 • /media/leikarar/img_4218a.jpgSigurður Þór Óskarsson
 • Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Ljúdmíla Rasúmovskaja

 • Þýðing

  Ingibjörg Haraldsdóttir

 • Leikstjórn

  Unnur Ösp Stefánsdóttir

 • Leikmynd og búningar

  Filippía I. Elísdóttir

 • Lýsing

  Björn Bergsteinn Guðmundsson

 • Tónlist

  Valgeir Sigurðsson

 • Leikgervi

   
 • Hljóð

  Ólafur Örn Thoroddsen

Kvenfólk

Hundur í óskilum heldur hér áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Nú er komið að sögu kvenna og kvennabaráttunni.

Nánar

Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Jón Gnarr stígur á svið í Borgarleikhúsinu í janúar með nýja sýningu þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að heyra sannar en lygilegar sögur frá hans ferli. Fáir segja sögur eins og hann og enn færri hafa frá jafn mörgu að segja. 

Nánar