Borgarleikhúsið

Kæra Jelena

 • Litla sviðið
 • 1 klst. og 30 mín., ekkert hlé
 • Verð: 6.750 kr.
 • Sýningum lokið

SJ. Fréttablaðið.

 • Sýningum á Kæra Jelena er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.

Hópur kraftmikilla og sjarmerandi nemenda kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið.

Kæra Jelena

Lífið er ógeðslegt, Jelena, er það ekki?

Kæra Jelena snýr aftur eftir kraftmikil viðbrögð áhorfenda og gagnrýnenda á síðasta leikári. Verkið fjallar um hóp nemenda sem kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið. Þau standa öll á tímamótum, eru að klára menntaskólann og við það að taka stóra skrefið út í lífið. Fljótlega komumst við þó að því að þau hafa allt annað í huga en að gleðja kennarann sinn og atburðarásin fer gjörsamlega úr böndunum.

Í Kæru Jelenu takast kynslóðir á í verki sem spyr stórra spurninga um siðferðisleg mörk, einstaklingshyggju og yfirlæti. Á hvaða tímapunkti breytist framagirni og metnaður í yfirgang, ofbeldi og siðblindu? Ljúdmíla Razumovskaja skrifaði leikritið árið 1980 og fór það sigurför um heiminn auk þess að vera kvikmyndað. Í nýrri þýðingu Kristínar Eiríksdóttur færum við verkið nær okkur í stað og tíma.

Kæra Jelena fékk tvær tilnefningar til Grímuverðalauna árið 2019. Halldóra Geirharðsdóttir tilnefningu sem leikkona ársins í aðalhlutverki og Sigurður Þór Óskarsson sem leikari ársins í aukahlutverki.

Athugið að atriði í sýningunni geta vakið óhug.
Sýningin er ekki æskileg fyrir börn yngri en 12 ára.

Kæra Jelena - stikla

Gagnrýni

Kraftmikil endurvakning á leikriti um kynslóðabilið og samfélag á krossgötum.

SJ. Fréttablaðið.

Farið og horfist í augu við hryllinginn.

MK. Víðsjá.

Það er óhætt að segja, að allur leikhópurinn vinni leiksigur, hvor fyrir sig og sameiginlega.

JSJ. Kjarninn.

 • /media/kaera-jelena/20190404-_dsc2175-b.jpg
 • /media/kaera-jelena/20190403-_dsc9112.jpg
 • /media/kaera-jelena/20190404-_dsc4425.jpg
 • /media/kaera-jelena/20190403-_dsc1147.jpg
 • /media/kaera-jelena/20190404-_dsc3228.jpg
 • /media/kaera-jelena/20190403-_dsc1218.jpg

Leikarar

 • Aron Már Ólafsson
 • HalldóraHalldóra Geirharðsdóttir
 • Haraldur Ari Stefánsson
 • Sigurður Þór Óskarsson
 • Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Ljúdmíla Rasúmovskaja

 • Þýðing

  Ingibjörg Haraldsdóttir

 • Leikstjórn

  Unnur Ösp Stefánsdóttir

 • Leikmynd og búningar

  Filippía I. Elísdóttir

 • Lýsing

  Björn Bergsteinn Guðmundsson

 • Tónlist

  Valgeir Sigurðsson

 • Leikgervi

  Elín S. Gísladóttir
 • Hljóð

  Þórður Gunnar Þorvaldsson

 • Dramatúrg

  Hrafnhildur Hagalín