Litla svið

Kjar­val

Sýningu lokið

Upp­lýs­ing­ar

Svið

Litla svið

Lengd

Skólasýning

Verð

Barnasýningin um Kjarval: drenginn, manninn og málarann.

Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval var ekki bara einn merkasti málari sem Íslendingar hafa átt, heldur má segja að hann hafi átt stóran þátt í að kenna þjóð sinni að meta stórbrotna náttúru landsins, náttúrunnar vegna. En hver var þessi sérkennilegi maður – og hvaðan kom hann? Í leikandi léttri fjölskyldusýningu sem byggir að hluta til á verðlaunabók Margrétar Tryggvadóttur um listamanninn, er leitast við að draga upp mynd af Kjarval; drengnum, manninum og málaranum. Listin sjálf er sömuleiðis í brennidepli; hvernig hún er allt í kringum okkur og hefur áhrif á lífið alla daga, við horfum á listina og ef við erum heppin þá horfir hún til baka.

Jóhannes Kjarval batt bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn en kenndi okkur að líta umhverfið nýjum augum og sjá listina í hinu stórbrotna jafnt sem hinu hversdagslega – í hrikalegu hrauni en líka í mygluðum flatkökum.

Kjarval er einungis sýnd fyrir skólaheimsóknir.

Leikarar

Sigurður Ingvarsson

Íris Tanja Flygenring

Listrænir stjórnendur

Höfundur leikgerðar / leikstjóri

Stefán Hallur Stefánsson

Tónlist

Úlfur Eldjárn

Leikmynd / búningar

Guðný Hrund Sigurðardóttir

Lýsing

Pálmi Jónsson

Hljóð

Þorbjörn Steingrímsson

Leikgervi

Elín S. Gísladóttir

Sviðshreyfingar

Kata Ingva

Aðstoðarmaður leikstjóra

Rakel Björk Björnsdóttir

Æfingastjóri / staðgengill leikstjóra leikárið 2023-2024

Jörundur Ragnarsson

Lög úr sýningunni
Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo