Borgarleikhúsið

Lúna

 • Litla sviðið
 • 2:20 (ekkert hlé)
 • Verð: 7600
 • Frumsýning 19. janúar 2024

Lúna

Það er aðfangadagskvöld jóla og hjónaleysin Lúna og Ingi sitja heima og vilja helst vera einhvers staðar allt annars staðar. Þegar barið er að dyrum er þar hvorki kominn andi jólanna né jólasveinninn heldur Heiðar snyrtir. 

Eins og allir vita sem þekkja til verka Tyrfings er enginn honum fremri þegar kemur að því að skapa persónur, samtöl og aðstæður sem skera inn að hjarta, vekja hlátur en eru um leið svo óbærilegar að þær valda jafnvel líkamlegum óþægindum. Persónur hans eru gjarnan á skjön við samfélagið, tilheyra hópi sem oft kallast jaðraður, en eru þegar nánar er að gáð fyrst og fremst breyskar manneskjur – stundum bara aðeins lélegri í að fela breyskleika sína en við hin. Inn í sambandsörðugleika Inga og Lúnu fer Tyrfingur þá óvenjulegu leið að tefla persónu sem sækir nafn sitt og skírskotar að einhverju leyti í umdeilda og flókna fígúru Heiðars Jónssonar snyrtis. Það skal þó tekið fram að atburðarás verksins er að öllu leyti skálduð og hefur aldrei átt sér stað í raunveruleikanum. 

„… þangað sem gamlir hommar koma til að deyja“

Grein sem birtist í Hinseginblaðinu árið 2022. Höfundur: Sigríður Jónsdóttir.

Leikskáldið Tyrfing Tyrfingsson þarf varla að kynna fyrir Íslendingum. Stundum kallaður enfant terrible íslenska leikhússins en sjálfur talar hann um sig sem kynvilling og „mikla persónu“. Leikrit hans stuða áhorfendur en vekja þá líka til að íhuga og endurmeta lífið og lífsgildin, fá okkur til að hlæja og gráta (stundum gráta af hlátri). Tyrfingur skrifar um fólk á jaðrinum, fólk sem hefur ýmist hrakist þangað af eigin völdum eða annarra, en hann fyrirlítur það ekki, heldur rannsakar hvers vegna fór sem fór. Persónurnar eru breyskar, meingallaðar og oftar en ekki hinsegin. Áhorfendur heillast af þeim því þessar manneskjur heilla og segja á sína vísu dagsatt frá.

Lesa meira


Engihjallinn er eins og Brooklyn

Höfundur: Kamilla Einarsdóttir

Að horfa á útlínur háhýsanna í Hamraborg er eins að horfa á Manhattan frá sjó. Þetta hefur fólk í Kópavogi og víðar margoft bent á. Þetta er mikilfengleg, ægifögur og smá yfirþyrmandi sjón. En það þarf að gefa þessu smá séns til að sjá það.

Lesa meira

Gagnrýni

Þetta er kröftugt, áleitið og að mestu vel smíðað verk, skilað til áhorfenda af listfengi á öllum póstum. Leikhús að gera það sem við ætlumst til af því.

Þ.T., Mbl

Hugrökk og næm leikstjórn Stefáns Jónssonar leiðir leikarana áfram í ótrúlega góðri vinnu.

E.H.G., Víðsjá

Textinn er afar vel skrifaður, þéttur, afhjúpandi, fyndinn og beittur.

S.A., TMM

Ásthildur Úa/Lúna setti punktinn aftan við sýninguna með glæsibrag. Hún er á tiltölulega stuttum tíma orðin mögnuð leikkona.

D.K., - Hugrás


Leikarar

 • Ásthildur Úa SigurðardóttirLúna
 • Hilmir Snær GuðnasonHeiðar snyrtir
 • Sigrún Edda BjörnsdóttirFyrrum Ungfrú Ísland
 • Sigurður Þór ÓskarssonIngi

Listrænir stjórnendur

 • Aðrir aðstandendur

  Sýningarstjórn: Þórey Selma Sverrisdóttir
  Ljósakeyrsla: Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir og Óskar Gíslason
  Hár og smink: Elín S. Gísladóttir, Guðbjörg Ívarsdóttir, Andrea Ruth, Hulda finnsdóttir, Elsa Þuríður Þórisdóttir , Úlfar Viktor Björnsson, Gunnhildur Snorradóttir, Hildur Emilsdóttir, Íris Lorange Káradóttir, Rannveig Óladóttir, Sara Friğgeirsdóttir, Sigurveig Grétarsdóttir, Snædís Birta, Telma Erlendsdóttir, Íris Bergdóttir, Rakel Ásgeirsdóttir og Hera Hlín Svansdóttir
  Leikmyndagerð: Viðar Jónsson, deildarstjóri, Finnur G. Olguson, Helgi Þórsson, Sigurjón Þórir Óskarsson og Silja Jónsdóttir
  Myndatökur fyrir plaköt: Saga Sig

  Önnur tónlist í sýningunni

  Bing Crosby - Frosty The Snowman (Remastered 2006)
  Frank Sinatra - O Little Town Of Bethlehem (Remastered 1999)
  Frank Sinatra - Hark! The Herald Angels Sing (Remastered 1999)
  Michael Bublé - It's Beginning to Look a Lot like Christmas
  Michael Bublé - Santa Claus Is Coming to Town
  Ella Fitzgerald - Jingle Bells -10db Vox
  Frank Sinatra - I'll Be Home For Christmas (If Only In My Dreams) (Remastered)
  Ríó tríó - Herra Reykjavík
  Elly Vilhjálms - Litla jólabarn
  Elly Vilhjálms - Hvít jól
  Elvis Presley - Blue Christmas
  Lionel Richie - Tell Me
  Lionel Richie - Love Will Conquer All
  Gunnar Þórðarson - Tilbrigði við fegurð
  Nick Cave & The Bad Seeds - Red Right Hand
  Hemma Gunn stefið – flutt af hljómsveit úr sýningunni Níu líf
  Marc Bolan - Cosmic Dancer (Karaoke unnið upp úr upprunalega laginu)
  Christina Aguilera - Beautiful (Karaoke tekið af youtube)
  Arvo Pärt - Fratres For Violin, String Orchestra And Percussion
  Hamrahlíðarkórinn - Hátíð fer að höndum ein

  Lúna er 715. frumsýning Leikfélags Reykjavíkur
  Frumsýning 19. janúar á Litla sviði Borgarleikhússins
  Sýningartími er tvær klukkustundir og tuttugu mínútur.
  Ekkert hlé
  Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna

  Leikskrá

  Ritstjórn: Maríanna Clara Lúthersdóttir
  Útgefandi: Leikfélag Reykjavíkur
  Leikhússtjóri: Brynhildur Guðjónsdóttir
  Ljósmyndun: Íris Dögg Einarsdóttir

  Sérstakar þakkir:

  Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
  Sæunn Kjartansdóttir
  Heiðar Jónsson
  Auðnast
  Ragnhildur Bjarkardóttir
  Carmen Maja Valencia