Matthildur er nýr söngleikur sem byggir á hinni rómuðu skáldsögu Roalds Dahl. Litla stúlkan Matthildur er óvenjulega gáfuð, tilfinninganæm og bókelsk og líklega þess vegna með sérlega ríkt ímyndunarafl.

Matthildur

Stundum ég þarf að vera svolítið óþekk!

Matthildur er nýr söngleikur sem byggir á hinni rómuðu skáldsögu Roalds Dahl. Litla stúlkan Matthildur er óvenjulega gáfuð, tilfinninganæm og bókelsk og líklega þess vegna með sérlega ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru þó af öðru sauðahúsi, fáfróð og óhefluð, og skólastjórinn Karítas Mínherfa er hreinasta martröð. Matthildur lumar þó á ýmsum ráðum gegn heimsku fólksins og með styrk sínum og hugrekki tekst henni að vinna sér sess í veröldinni.  Þetta er fræg saga um litla stúlku sem þróar með sér ofurkrafta í baráttunni við ranglæti heimsins. 

Söngleikurinn var frumsýndur hjá Royal Shakespeare Company í Stratford-upon-Avon, fæðingarbæ Shakespeares árið 2010. Þaðan var hann fluttur á West End og Broadway og hefur víða slegið aðsóknarmet enda einstaklega glæsilegur söngleikur sem heillar unga sem aldna. Þá hefur Matthildur hlotið hátt í hundrað verðlaun af ýmsu tagi og þar af sextán verðlaun sem besti söngleikurinn. Handritshöfundur er  leikskáldið Dennis Kelly sem hefur samið fjölda framúrskarandi leikrita, meðal annars Elsku barn sem Borgarleikhúsið sýndi árið 2011. Ástralinn Tim Minchin, höfundur tónlistarinnar, er einn fremsti söngleikjatónsmiður nú um stundir og hefur fengið fjölda verðlauna, nú síðast Olivier-verðlaunin fyrir söngleikinn Groundhog Day sem sýndur var í Old Vic í London og á Broadway í fyrra og hitteðfyrra.

Matthildur - stikla

 • /media/matthildur/20190307-_dsc5171.jpg
 • /media/matthildur/20190308-_dsc9059.jpg
 • /media/matthildur/20190308-_dsc8024-3-edit.jpg
 • /media/matthildur/20190307-_dsc6447.jpg
 • /media/matthildur/20190308-_dsc7759-edit.jpg
 • /media/matthildur/20190307-_dsc3934-vef.jpg

Gagnrýni

Markvert er hversu frábærlega ungu einstaklingarnir í hópnum standa sig, öll sem eitt.

SJ. Fréttablaðið.

Þetta er eiginlega bara stórsýning á heimsmælikvarða.

BB. Menningin.

Matthildur er þrekvirki.

ÞT. Morgunblaðið.


Leikarar

 • Arnar Dan Kristjánsson
 • Björgvin Franz Gíslason
 • Björn Stefánsson
 • Ebba Katrín Finnsdóttir
 • /media/leikarar/rakel-bjork-bjornsdottir.jpgRakel Björk Björnsdóttir
 • Vala Kristín Eiríksdóttir
 • Þorleifur Einarsson
 • Erna Tómasdóttir
 • Ísabel Dís Sheehan
 • Salka Ýr Ómarsdóttir
 • /media/krakkar_matthildur/arnaldur.jpgArnaldur Halldórsson
 • /media/krakkar_matthildur/baldur.jpgBaldur Björn Arnarsson
 • /media/krakkar_matthildur/edda.jpgEdda Guðnadóttir
 • /media/krakkar_matthildur/emil.jpgEmil Björn Kárason
 • /media/krakkar_matthildur/erlen.jpgErlen Ísabella Einarsdóttir
 • /media/krakkar_matthildur/gabriel.jpgGabríel Máni Kristjánsson
 • /media/krakkar_matthildur/hilmar-mani.jpgHilmar Máni Magnússon
 • /media/krakkar_matthildur/hlynur.jpgHlynur Atli Harðarson
 • /media/krakkar_matthildur/jon-arnor.jpgJón Arnór Pétursson
 • /media/krakkar_matthildur/linda-yr.jpgLinda Ýr Guðrúnardóttir
 • /media/krakkar_matthildur/lisbet.jpgLísbet Freyja Ýmisdóttir
 • /media/krakkar_matthildur/maria.jpgMaría Pála Marcello
 • /media/krakkar_matthildur/patrik.jpgPatrik Nökkvi Pétursson
 • /media/krakkar_matthildur/vala.jpgVala Frostadóttir
 • /media/krakkar_matthildur/thora-fanney.jpgÞóra Fanney Hreiðarsdóttir
 • /media/krakkar_matthildur/thorey-lisa.jpgÞórey Lilja Benjamínsdóttir
 • https://www.borgarleikhus.is/media/leikarar/andrea-vefur01.jpgAndrea Lapas
 • https://www.borgarleikhus.is/media/leikarar/arna-sif-vefur.jpgArna Sif Gunnarsdóttir
 • https://www.borgarleikhus.is/media/leikarar/gudmunda-vefur.jpgGuðmunda Pálmadóttir
 • https://www.borgarleikhus.is/media/leikarar/steve-vefur.jpgSteve Lorenz
 • Sölvi Viggósson Dýrfjörð
 • /media/leikarar/viktoria-vefur.jpgViktoría Sigurðardóttir

 

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Roald Dahl
 • Leikhandrit

  Dennis Kelly
 • Tónlist og söngtextar

  Tim Minchin
 • Íslenskun

  Gísli Rúnar Jónsson
 • Leikstjórn

  Bergur Þór Ingólfsson
 • Danshöfundur

  Lee Proud
 • Tónlistarstjórn

  Agnar Már Magnússon
 • Leikmynd

  Ilmur Stefánsdóttir
 • Búningar

  María Th. Ólafsdóttir
 • Lýsing

  Þórður Orri Pétursson
 • Myndband

  Ingi Bekk
 • Leikgervi

  Margrét Benediktsdóttir
 • Hljóð

  Garðar Borgþórsson
  Þórður Gunnar Þorvaldsson
 • Aðstoðarleikstjórn

  Hlynur Páll Pálsson

 

Helgi Þór rofnar

Lífið er dálítið niðurdrepandi á útfararstofu Jóns. Samt kviknar smá lífsneisti með syni hans, Helga Þór líksnyrti, þegar aðstandandi líksins á börunum birtist; ung stelpa sem hann þekkir. Það lifnar yfir þeim báðum, þau skilja hvort annað og eru að byrja að tengjast þegar Jón mætir á svæðið.

Nánar

Stórskáldið

Heimildarmyndagerðarkonan Rakel er stödd í niðurníddum iðnaðarbæ, djúpt í Amazon-frumskóginum, ásamt Andra, tökumanni sínum og elskhuga. Þau eru að gera heimildarmynd um föður Rakelar sérvitra Nóbelskáldið Benedikt, sem er dauðvona.

Nánar