Mátulegir
- Nýja sviðið
- 2.klst og 30 mín, Eitt hlé
- Verð: 7200
Mátulegir
Sviðsútgáfa af kvikmyndinni DRUK
Til er kenning um að áfengismagn í líkama mannskepnunnar sé í raun hálfu prómilli undir æskilegum mörkum. Áfengi hefur fylgt manninum frá örófi alda, þótt opna hugann, liðka fyrir samræðum og kynda undir sköpunargáfunni en getur jafnframt verið hættulegt og eyðileggjandi afl.
Í Mátulegum ákveða fjórir menntaskólakennarar á miðjum aldri að gera tilraun til að sannreyna kenninguna um að manneskjan sé fædd með of lítið áfengismagn í blóðinu - þeir eru lífsleiðir, staðnaðir í starfi og á góðri leið með að sigla einkalífinu í strand.
Getur verið að áfengi sé í raun svarið við vandamálum þeirra, svarið við lífsgátunni? Mátulegir er grátbroslegt verk um leitina að lífsneistanum, lífsfyllingunni og þá refilstigu sem sú leit getur leitt mann á. Verkið er sviðsútgáfa Thomas Vinterberg af kvikmynd hans DRUK sem unnið hefur til fjölda verðlauna.
Mátulegir | Viðtal við leikstjóra Stikla Stikla 2
Leikarar
Halldór Gylfason
Hilmir Snær Guðnason
Jörundur Ragnarsson
Þorsteinn Bachmann
Vala Kristín EiríksdóttirRödd Anniku
Listrænir stjórnendur
Höfundur
Thomas VinterbergTobias Lindholm
Leikgerð
Thomas Vinterberg
Claus FlygareÞýðing
Þórdís GísladóttirLeikstjórn
Brynhildur GuðjónsdóttirLeikmynd
Heimir SverrissonBúningar
Filippía ElísdóttirLýsing
Þórður Orri PéturssonHljóðmynd
Ísidór Jökull BjarnasonSviðshreyfingar
Anna Kolfinna KuranLeikgervi
Elín S. GísladóttirSýningarréttur
Nordiska