Borgarleikhúsið

Með Guð í vasanum

 • Nýja sviðið
 • 2:15 með einu hléi
 • Verð: 7600

Með Guð í vasanum

Ásta upplifir sig í blóma lífsins þótt hún glími við ýmis veikindi og erfiðleika sem fylgja hækkandi aldri. Ekki bætir úr skák að hjartkær einkadóttirin þvælist dálítið fyrir henni og er hreint út sagt óþolandi stjórnsöm á köflum. Þegar Ásta mætir sínum stærstu áskorunum er gott að eiga öflugan bakhjarl í Guði – ekki síst þar sem segja má að Ásta sé með hann gjörsamlega í vasanum, eða hvað? Það kemur svo í ljós að Guð þarf að láta hendur standa fram úr ermum í þeim miklu breytingum sem standa fyrir dyrum í lífi Ástu.

María Reyndal sló rækilega í gegn með verkinu Er ég mamma mín? sem gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í þrjú leikár. Hér er hún komin með nýtt verk, að þessu sinni um Ástu og samferðafólk hennar - lífs og liðið og baráttu mannsandans við að sleppa tökunum. Með Guð í vasanum einkennist af hlýju og leiftrandi húmor enda hefur María einstakt lag á að fjalla á grátbroslegan en heiðarlegan hátt um mannleg samskipti. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer fyrir einvala liði leikara í þessari fallegu sýningu. 

Með Guð í vasanum var valin ein af sýningum ársins af gagnrýnanda Morgunblaðsins og ein af hápunktum leikhúshaustsins af gagnrýnanda Stundarinnar.  


„Ég segi alltaf „Þetta má ekki vera í viðtalinu“ Þetta eru bara ósjálfráð viðbrögð.“

Maríanna Clara Lúthersdóttir og Halla Björg Randversdóttir mæltu sér mót við Maríu Reyndal og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, leikstjóra og aðalleikkonu Með Guð í vasanum, á björtum mánudagsmorgni til að ræða verkið og alla þá gleði og sorg sem á bak við það liggur.

Sjá meira


Myndbönd

Um verkið Kristbjörg Kjeld Um minnið og minnisleysi

Gagnrýni

Þótt viðfangsefni sýningarinnar Með Guð í vasanum sé háalvarlegt er oft feiknaskemmtilegt að horfa á hana. Þetta verk Maríu Reyndal er líklegt til langlífis á fjölunum.

T.Ó. Víðsjá

Nú virðist þetta kannski vera grátbólginn sorgarleikur en það er öðru nær. Textinn er þéttur, markviss og oft mjög fyndinn.

S.A. Tmm.is

Leikarahópurinn er einstaklega vel heppnaður og verður að segjast að Katla Margrét er alveg hreint út sagt æðisleg sem hin lífsglaða og þrjóska Ásta...saga Ástu ætti ekki að láta neinn eftir ósnortinn, þetta er fallegt verk og persónurnar dásamlegar og má því búast við votum augum og stífum kinnbeinum eftir hlátur og grát.

D.S.J. Lestrarklefinn

Ljúfsár leiksýning sem kætir, bætir og snertir við hjartastrengjunum.

S.J. Heimildin

Með Guð í vasanum er verk fullt af hlýju, nærgætni og húmor en sú nálgun gerir höfundi og leikhópnum kleift að nálgast erfitt viðfangsefni af einlægni án þess að það verði melódramatískt.

Á.K.B. Hugrás.is

Samspil gamans og alvöru er framúrskarandi, bæði í handriti og úrvinnslu þess á sviðinu...

Þ.T. Morgunblaðið

Einstaklega ljúf og áhrifamikil sýning.

S.J. HeimildinLeikarar

 • Jörundur Ragnarsson
 • Katla Margrét ÞorgeirsdóttirÁsta
 • Kristbjörg Kjeld
 • Rakel Ýr Stefánsdóttir
 • Sólveig Arnarsdóttir
 • Sveinn Olafur GunnarssonSveinn Ólafur GunnarssonGuð

Listrænir stjórnendur

 • Aðrir aðstandendur

  Framleiðslustjórn:
  Anna Pála Kristjánsdóttir
  Sýningarstjórn:
  Christopher Astridge
  Tæknikeyrsla:
  Elías Geir Óskarsson, Snorri Beck Magnússon
  Hár, smink og leikgervi:
  Andrea Rut Andrésdóttir, Elín S. Gísladóttir, Guðbjörg Ívarsdóttir,
  Hildur Emilsdóttir, Sara Friðgeirsdóttir

  Tónlist í sýningunni

  Ennþá man ég hvar – Lag: Karl Normann - Texti: Bjarni Guðmundsson
  Matona mia cara- Orlando di Lasso
  Sumarkveðja- Lag: Ingi T. Lárusson - Texti: Páll Ólafsson
  Italian Concerto in F Major, BWV 971- II. Andante – Johann Sebastian Bach - Flytjandi: Glenn Gould
  Síldarvalsinn – Lag: Steingrímur M. Sigfússon - Texti: Haraldur Zóphoníasson - Flytjandi: Sigurður Ólafsson
  Í dag skein sól – Lag: Páll Ísólfsson, texti: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi – Flytjandi: Sigurveig Hjaltested
  Hættu að gráta hringaná – Íslenskt þjóðlag - Texti Jónas Hallgrímsson - Flytjandi Hamrahlíðarkórinn
  Guð helgur andi, heyr oss nú – Sálmur - Flytjandi: Kór Langholtskirkju
  Deep Inside - Hardrive
  Nú hverfur sól í haf – Þorkell Sigurbjörnsson – Flytjandi: Schola Cantorum Reykjavicensis
  Draumalandið – Lag: Sigfús Einarsson – Texti: Guðmundur Magnússon

  Sérstakar þakkir

  Sjöfn Sigurjónsdóttir
  Orri Vésteinsson
  Hrafnhildur Orradóttir
  Svana Svanþórsdóttir
  Davíð Þór Jónsson
  Bjarni Karlsson
  Alzheimer samtökin
  Maja Árdal
  Gunnþórunn Guðmundsdóttir
  Klara Steinsdóttir
  Harpa Guðmundsdóttir
  Elísa Finnsdóttir
  Melkorka Gunborg Briansdóttir

  Með Guð í vasanum er 711. frumsýning Leikfélags Reykjavíkur

  Frumsýning 22. september á Nýja sviði Borgarleikhússins

  Sýningartími er 120 mínútur

  Eitt hlé

  Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna

  Ritstjórn: Halla Björg Randversdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir
  Leikhússtjóri: Brynhildur Guðjónsdóttir
  Ljósmyndun: Íris Dögg Einarsdóttir