Níu líf

 • Stóra sviðið
 • Frumsýnt 13. mars 2020

Bubbi Mortens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syngur með stórsveitum. 

Níu líf

Við erum öll, við erum öll, við erum öll: Bubbi!

Bubbi Mortens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syngur með stórsveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkilinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu, Kúbverjinn og Hollywood-víkingurinn, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn. Sögur Bubba Mortens eru sögur okkar allra; sögur Íslands. En hver er hann í raun og veru? Og hver erum við?

Í þessari stórsýningu munu leikarar, dansarar, tónlistarmenn og fleiri góðir gestir, leggja allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og umdeilda listamanns.

Leikarar

 • /media/leikarar/img_0126abw.jpgAron Már Ólafsson
 • /media/leikarar/img_9533abw.jpgBjörn Stefánsson
 • /media/leikarar/img_9769abw.jpgHalldóra Geirharðsdóttir
 • /media/leikarar/img_9562abw.jpgJóhann Sigurðarson
 • /media/leikarar/img_9967abw.jpgKatrín Halldóra Sigurðardóttir
 • Kristín Þóra Haraldsdóttir
 • /media/leikarar/rakel-bjork-bjornsdottir.jpgRakel Björk Björnsdóttir
 • /media/leikarar/img_6375a.jpgValur Freyr Einarsson

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Ólafur Egill Egilsson

 • Söngtextar

  Bubbi Morthens

 • Leikstjórn

  Ólafur Egill Egilsson

 • Leikmynd

  Ilmur Stefánsdóttir

 • Búningar

  Filippía I. Elísdóttir

 • Lýsing

  Björn Bergsteinn Guðmundsson

 • Tónlist

  Bubbi Morthens

 • Tónlistarstjórn

  Gunnar Sigurbjörnsson
 • Danshöfundur

  Guðmundur Óskar Guðmundsson

 • Leikgervi

  Lee Proud

 • Hljóð

  Elín Sigríður Gísladóttir


ÞEL

ÞEL er lífvera og líkami hóps. Hóps sem fléttast saman, hlustar og leitar að samstöðu í gegnum endurteknar umfaðmandi athafnir í hreyfingum og söng og skapa þannig samhug og nánd sín á milli.

Nánar

Kynningarfundur fyrir komandi leikár

Við bjóðum upp á Kynningarfund um komandi leikár. Fundurinn verður haldinn í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 1. september kl. 13:00. Þar verður farið yfir næsta leikár, leikstjórar kynna valin verk og boðið verður upp á söngatriði.

Nánar