Borgarleikhúsið

Prinsessuleikarnir

  • Nýja sviðið
  • 2.klst og 30 mín, Eitt hlé
  • Verð: 7200
  • Sýningum lokið
  • Sýningum á Prinsessuleikarnir er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
  • Kaupa miða Panta mat

Prinsessuleikarnir

“Ertu prins, eða heitirðu bara Prins?”

Þegar Þyrnirós vaknar af aldarlöngum svefni horfist hún í augu við mann sem hún hefur aldrei séð en veit að hún á að elska. Eða hvað? Hver er hún án prinsins? Þarf Mjallhvít að deyja til að verða “hamingjusöm upp frá því” með sínum prinsi - sem hún hefur heldur aldrei séð? Þarf aðeins einn koss til að skapa prinsessu? Er það Chanel dragtin sem gerir Jackie að prinsessu?

Með beittu háði og skörpu innsæi nálgast Nóbelskáldið Elfriede Jelinek goðsagnir og ævintýri um ólíkar prinsessur, tengsl þeirra við prinsa og eigin sjálfsmynd, fordóma og fegurð, dauða og frelsi. Þrír þættir sem tefla fram ólíkum prinsessum: Mjallhvíti, Þyrnirós og Jackie Kennedy.

Una Þorleifsdóttir leikstýrir þremur stórleikkonum, þeim Birgittu Birgisdóttur, Völu Kristínu Eiríksdóttur og Sólveigu Arnarsdóttur, í gegnum skógarþykkni og rósagerði í leit að prinsessunni í okkur sjálfum.

Ath að sýningin er ekki ætluð yngri en 12 ára.

Gagnrýni

„Sólveig Arnarsdóttir er algerlega mögnuð í hlutverki Jackiear.“

J.Y.J. Tmm.is.

„Birgitta er frábær sem hin hrekklausa Mjallhvít“

Þ.S.H. Fréttablaðið

„Vala Kristín túlkar Þyrnirós fantavel“

Þ.S.H. Fréttablaðið

„Jörundur er alveg óborganlegur í hlutverki hins kynóða og sjálfhverfa prins“

Þ.S.H. Fréttablaðið

„Bergur Þór Ingólfsson hoppaði milli þess að vera ógeðfelldur veiðimaður, sexy twerkari og mjúk Marilyn Monroe eins og ekkert væri sjálfsagðara.“

E.H.G. Víðsjá

„eitt af því fyndnasta sem undirritaður hefur séð á sviði Borgarleikhússins.“

Þ.S.H. Fréttablaðið

„Stjarna sýningarinnar er pólski listamaðurinn Mirek Kaczmarek sem gerði sér lítið fyrir og sá í senn um leikmynd, búninga, leikgervi og lýsingu verksins.“

Þ.S.H. Fréttablaðið

„Svo margar spurningar komu upp í hugann því verkið er engu öðru líkt. Það ögraði mér á allt annan máta en ég hef upplifað áður í leikhúsi.“

E.H.G. Víðsjá



Leikarar

  • Birgitta Birgisdóttir
  • Sólveig Arnarsdóttir
  • Vala Kristín EiríksdóttirVala Kristín Eiríksdóttir
  • Bergur Þór Ingólfsson
  • Jörundur Ragnarsson

Listrænir stjórnendur

  • Höfundur

    Elfriede Jelinek
  • Þýðing

    Bjarni Jónsson
  • Leikstjórn

    Una Þorleifsdóttir
  • Leikmynd, búningar, leikgervi og lýsing

    Mirek Kaczmarek
  • Tónlist og hljóðmynd

    Gísli Galdur Þorgeirsson
  • Sýningarréttur

    Nordiska