Stóra svið

Sex í sveit

Sýningu lokið

Upp­lýs­ing­ar

Svið

Stóra svið

Lengd

2:30 klst

Verð

Hjónakornin Benedikt og Þórunn skella sér í bústaðinn í Eyjafirði en hvort með sitt leyndarmálið í farteskinu. Hann hugsar sér gott til glóðarinnar þegar hún hyggur á heimsókn til móður sinnar og býður bæði viðhaldinu og vini sínum til veislu en allt í einu snýst eiginkonunni hugur og ákveður án fyrirvara að vera um kyrrt. Þá hitnar hratt í kolunum og þegar veisluþjónustan bætist í hópinn ætlar beinlínis allt um koll að keyra. Hver bauð hverjum í mat og til hvers? Hver er að halda við hvern og af hverju? Og hvað er veisluþjónustan að bjóða upp á í raun og veru?

Þessi sprenghlægilegi og vinsæli gamanleikur hefur farið algjöra sigurför um heiminn og lagt London, París, New York og Reykjavík að fótum sér. Gísli Rúnar og Bergur Þór hafa uppfært og tímastillt verkið upp á nýtt til að kitla hláturtaugarnar enn meira.

Frumsýning 5. október 2019 á Stóra sviði Borgarleikhússins.

Leikarar

Haraldur Ari Stefánsson

Jörundur Ragnarsson

Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Sigurður Þór Óskarsson

Sólveig Guðmundsdóttir

Vala Kristín Eiríksdóttir

Listrænir stjórnendur

Höfundur

Marc Camoletti

Íslenskun

Gísli Rúnar Jónsson

Leikstjórn

Bergur Þór Ingólfsson

Leikmynd

Petr Hlousek

Búningar

Stefanía Adolfsdóttir

Lýsing

Þórður Orri Pétursson

Leikgervi

Guðbjörg Ívarsdóttir

Hljóð

Þorbjörn Steingrímsson

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo