Borgarleikhúsið

Stórskáldið

 • Nýja sviðið
 • 1 klst. og 55 mín, eitt hlé
 • Verð: 6.750 kr.
 • Sýningum lokið

Heimildarmyndagerðarkonan Rakel er stödd í niðurníddum iðnaðarbæ, djúpt í Amazon-frumskóginum, ásamt Andra, tökumanni sínum og elskhuga. Þau eru að gera heimildarmynd um föður Rakelar sérvitra Nóbelskáldið Benedikt, sem er dauðvona.

Stórskáldið

„Sönn saga? Hvað er það? Sannleikurinn er róf!“

Heimildamyndagerðarkonan Rakel er stödd í niðurníddum iðnaðarbæ, djúpt í Amazon-frumskóginum, ásamt Andra, tökumanni sínum og elskhuga. Þau eru að gera heimildamynd um föður Rakelar, sérvitra Nóbelskáldið Benedikt, sem er dauðvona. En feðginin hafa ekki hist í áratugi og geta ómögulega komið sér saman um hvernig Benedikt á að birtast í heimildamyndinni. Óuppgerð fjölskyldumál og framandi hitasótt blandast sjálfu höfundarverki Benedikts í draumkenndri og ærslafullri atburðarás þar sem áreiðanleiki heimsins fellur í sundur.

Verkið er spennandi könnunarleiðangur um hinar mörgu hliðar sannleikans og þrá mannsins eftir því að skilja eitthvað eftir sig. Er hægt að gera hlutlausa heimildamynd? Er hægt að vita og miðla sannleikanum? Hvað þá sannleikanum um sjálfan sig?

Björn Leó Brynjarsson er einn af mest spennandi höfundum ungu kynslóðarinnar. Hann var leikskáld Borgarleikhússins leikárið 2017/18 og Stórskáldið er afrakstur vinnu hans. 

https://www.youtube.com/watch?v=50C4owk8h5M


Gagnrýni

Mesta skemmtanin er að horfa og hlusta á Jóhann Sigurðarson í hlutverki skáldsins. Í allri sinni stærð og með sinni miklu, blæbrigðaríku rödd yfirtekur hann rýmið jafnvel þó Nóbelskarlinn sé ekki beinlínis orðhagur.

M.K. Víðsjá

Leikarar

 • /media/leikarar/img_0081bw.jpgHilmar GuðjónssonAndri
 • /media/leikarar/img_9562abw.jpgJóhann SigurðarsonBenedikt
 • /media/leikarar/img_9706bw.jpgUnnur Ösp StefánsdóttirRakel

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Björn Leó Brynjarsson

 • Leikstjórn

  Pétur Ármannsson

 • Leikmynd & búningar

  Ilmur Stefánsdóttir

 • Lýsing & myndband

  Pálmi Jónsson

 • Leikgervi

  Margrét Benediktsdóttir

 • Hljóð

  Þórður Gunnar Þorvaldsson