Borgarleikhúsið

Svartþröstur

 • Litla sviðið
 • 1. klst og 40 mín, Ekki hlé
 • Verð: 7600
 • Sýningum lokið

Þ.T. Mbl

S.J. Heimildin

 • Sýningum á Svartþröstur er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
 • Kaupa miða Panta mat

Svartþröstur

Átakanlegt og áleitið verk

Skrifstofumaður á miðjum aldri fær heimsókn frá ungri konu, sem leitar eftir uppgjöri vegna sambands þeirra mörgum árum áður. Hann á að baki fangelsisdóm, hefur hafið nýtt líf undir nýju nafni og tilviljun ein gerir það að verkum að konan hefur uppi á honum. Bæði eru þau þjökuð af fortíðinni sem hefur markað djúp spor í lífi þeirra. Hún hefur setið föst í sömu sporum í fimmtán ár á meðan hann hefur reynt að byrja upp á nýtt, en þegar hún birtist er ljóst að hið liðna verður ekki flúið.

Átakanlegt og áleitið verk eftir eitt fremsta leikskáld Skota síðustu áratuga.

Gagnrýni

„Svartþröstur er sigur fyrir Vigni Rafn, Val Frey, Ásthildi Úu, Heklu Lind, Leikfélag Reykjavíkur og leikhúsið sem aðferð til að skyggnast inn í myrkrið í leit að ljósi.“

Þ.T. Mbl

„Ásthildur Úa vinnur hér leiksigur í sínu fyrsta stóra hlutverki.“

S.A. Tmm.is

„Svona leikhús er vel þess virði að upplifa“

S.J. Heimildin

„Þetta er þungavigtarsýning sem hægt er að ræða endalaust“

S.A. Tmm.is

„Valur Freyr er auðvitað margreyndur í ólíkum hlutverkum en ekki held ég að hann hafi tekið eins svakalega á öllu sínu áður.“

S.A. Tmm.is

„Það er ekki oft sem maður upplifir í leikhúsi að vera eins og kýldur í magann.“

E.H.G. ruv.is

„Vignir Rafn býr til átakanlega nálægð við verkið og efniviðinn. Hann nýtir gróteskan textann á uggvænlegan hátt og fær fólk til að engjast um í sætinu.“

E.H.G. ruv.isLeikarar

 • Ásthildur Úa SigurðardóttirUna
 • Valur Freyr EinarssonRay
 • Hekla Lind ÓlafsdóttirBarn

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  David Harrower
 • Þýðing og leikstjórn

  Vignir Rafn Valþórsson
 • Leikmynd og búningar

  Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
 • Tónlist

  Örn Eldjárn
 • Lýsing

  Pálmi Jónsson
 • Hljóðmynd

  Salka Valsdóttir
 • Leikgervi

  Guðbjörg Ívarsdóttir
 • Aðstoð við sviðshreyfingar

  Kata Ingva
 • Starfsnemi

  Gunnbjörn Gunnarsson